Unga Ísland - 01.03.1909, Page 3

Unga Ísland - 01.03.1909, Page 3
UNGA ISLAND. 19 horn vita upp, en heim vita augu og halinn á ettir“. „Dökkleitt að neöan en drifhvítt ofan pað daufa hressir?“ „Efst situr froðan en undir bjórinn, sem alla hressir". „I frostum blómgast feikna trje, en fdlnar á vorin, rótin veit upp en ofan veit toppur örmjótt skorinn?" „Skriðjökull er það skammdegistrje, sem skemmist á vorin, með ræturnar upp en oddinn neðan örmjótt skorinn11. „Drottinn aidrei um eilifð sjer pað, en eg sje pað hvern dag?“ „Sinn iíka drottinn sjer víst aldrei, við sjáum hann hvern dag“. „Um morgna skriður á fjórum fótum, en fer á tveim um miðjan daginn og dregst á premur um dagsetur heim?“ „Barnið gengur á fjórum fótum, fullorðinn tveim, ellin bætir við staf til stuðnings og staulast heim“. Georg Washington. IV. Georg var jafnan í fríum sínum hjá Lawrence bróður sínum, lieyrði hann þar mjög rætt um hernað, þar sem tengdafaðir Lawrences var einnig gam- all herforingi, og kviknaði hjá drengn- um slík löngun til þess að verða sjó- liðsforingi að hann rjeð sig loks á enskt lierskip og var farangur lians fluttur þangað út. En er hann skyldi kveðja móður sína, varð henni svo mikið um að missa hann frá sjer að hann hætti við ferðina. Hann tók þá að leggja mikið kapp á mælingar- fræði, en lönd þar vestra voru þá lítt mæld og mjög mikið starf þar fyrir höndum, og er Georg var fullnuma í þessari grein tókst hann á hendur miklar landmælingar. Átli hann þá við mikið erfiði og þrautir að stríða, en kynntist vel landinu og hinum villtu þjóðum, er þar bjuggu, og varð þetta allthonum tilómetanlegsgagnsá síðan. Landmælingarnar tókust ágætlega og urðu honum til hins mesta sóma. Nú bar svo við að Virginíumenn vildu auka lönd sín í norðurátt og komast þar í verslunarviðskipti við Indíanana, »rauðu mennina«, er þar bjuggu, en Frakkar þóttust eiga tilkall til þessara landa og reis af ó- friður. Virginíumenn söfnuðu liði og varð Georg Washington einn af sveita- foringjum þeirra og þó að eins 19 ára gamall, en er hann reyndist lijer ágæta vel sem jafnan annars, þá varð hann brátt skipaður yíirforingi alls hers Virginíumanna, og urðu þau leikslok að Frakkar urðu undan að láta. Um þessar mundir kvongaðist hann (1757) ungri ekkju, reistu þau bú og urðu brátt auðug. V. Washington var þingmaður í Virg- iníu og síðan á allsherjarþingi, er ný- lendurnar settu í Fíladelfíu (1774). Talaði hann þar lilið og sjaldan, en tillögur hans voru þó meira metnar en nokkurs annars. Árið 1775 var liann kosinn aðalforingi Bandaríkja- hersins, er þeir vörðu frelsi sitt gegn Englendingum. Var það afarerfitt verk, þar sem liðsmenn hans voru óvanir, illa út búnir, en áttu við mikinn her, vanan og vel vopnum búinn. En með dæmalausum dugn- aði og framsýni tókst Washington loks eftir 6 ára þrautir að reka Eng- lendinga af höndum sjer. Hann varð fyrsti forseti Bandaríkjanna, 1789— 1797, en tók þá ekki aftur við kosn-

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.