Unga Ísland - 01.03.1909, Side 4

Unga Ísland - 01.03.1909, Side 4
20 tJNGA ÍSLAND. ingu og hvarf heim á hújörð sina og andaðist þar 14. des. 1799. Býflugur. (Frh.) Dyraverðirnir hafa til dálít- inn klókskap — líkt og menn —. Þegar ókunna hýflugu ber þar að garði um bjargræðistímann, þá er henni lofað inn í búið ef hún hefur mikið hunang meðferðis og upp frá því er hún tekin í vist á því búi. Verðirnir verja húið einnig fyrir á- rásum aðvífandi óvina. Ef brodd- ílugu ber að dyrum þá ráðast þeir á hana með grimd og snara henni á braut* Ef stór snigill æilar inn, þá snarast einn eða tveir verðir inn og sækja varalið, sem þar er til taks; ræðst svo allur flokkurinn að snigl- inum og flæmir hann frá. Engan óvin eiga býflugur verri við- fangs en brynju-fiðrildið. Það er hinn mesti vogestur, því að i einni atrennu getur það tekið úr húiuu 50 grömm af hunangi, og ílugurnar vinna elcki liót á hornbrynju þess. Þegar búið hefur orðið fyrir slíku áfalii setjast ílugurnar á ráðstefnu og eftir langá íhugun, stundum svo dögum skiptir, ráða þær af að þrengja dyrn- ar á búinu, svo að brynju-fiðrildi komist ekki inn, þótt býflugurnar geti farið ferða sinna sem áður. Sumir lialda að verðirnir staríi hugsunarlaust og ósjálfrátt og ráðist á allt sem hreyfing er á. En tilraunir hafa sannað, að þeir þekkja fullkom- lega í sundur óvini sína og dauða hluti, þótt á lireyflngu sje. Þeir gefa alls engan gaum að laufi, sem vind- urinn feykir að þeim, nje að dauðri l)roddflugu, þótt vængirnir sje þandir út eins og hún væri lifandi, og henni veifað á vír rjett við dyrnar. Auk dyravarðanna er annar flokk- ur, sem hefur ákveðin störf lieima fyrir. Hann annast lireinsun búsins. Á morgnana eru þessar flugur á íleygi- ferð út og inn að bera á burt ýmis- legan óhroða, dauðar flugur o. 11. Ekki eru þessi verk heldur unnin hugsunarlaust. Einu sinni voru smá- molar af vaxi feslir við spotta, sem hengdir voru upp í búi. Eftir nokkra daga voru flugurnar búnar að linoða saman alla vaxmolana í eina köku. En þær voru í vandræðum með spottana sem niður úr lijengu. Loks tóku þær til að naga og rífa í sund- ur einn spottann en það tók langan tíma. Loksins sörguðu þær hann sundur, svo að hann datl á gólfið. Því næst drógu þær hann út úr bú- inu, lögðu hann langs með því og skipuðust að honum með jöfnu milli- hili, flugu því næst upp með liann allar í senn, báru hann nokkur fet, ljetu liann svo falla niður allar í sama bili. Þelta gerðu þær sameiginlega án þess að nokkur þeirra skipaði fyrir. Á sama liált fóru þær með spottana sem eptir voru. Annarar merkilegrar athafnar er vert að geta. Þegar hunangstekja liefur verið góð, sjest stundum löng halarófa af býílugum, sem standa hver aptan við aðra og liorfa allar heim að dyrunum. Röðin nær inn um dyrnar og langt inn í bú. Allar sýnast þær vængjalausar. En það er missýning, þær sveifla vængjunum svo hratt, að þeir sjást eklci. Þetta gera flugurnar lil þess að koma lopt- straurn inn í búið og feykja burtu gamla loftinu. í hunangsvökvanum eru i fyrstu allt að því þrír fjórðu hlutar af vatni, en í hunanginu má ekki vera meira en fjórði hluti vatns. Nú þarf því vatnið, sem fram yfirer að nást burtu og það kemst ekki aðra leið en út um dyrnar. Flugurnar gera því loftsúginn til þess að koma

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.