Unga Ísland - 01.03.1909, Qupperneq 6

Unga Ísland - 01.03.1909, Qupperneq 6
22 UNGA ÍSLAND. Manndáð byggði svása sali Sœmdin átii heima þar Skurðir, veggir skiru tali Skýra glöggt Jrá því sem var. Aldir bregtast, annar drottnar Andi nú, en fgr á tíð. Vígið hrörnar, brimið brotnar Bróðurástin vex um sið. Par sem áður völlu víða Valir þöktu lika fjöld, Sánir akrar sveitir pnjða Sátt og mannúð taka völd. Gamlar rústir forna frœði Fela sjer i skauli enn. Aldaspegill, kappakvœði Kenna best að unna’ í senn: Fornri manndáð, friðar starþ, Frelsi, hreysti og sœlli ró. Gnóttin ný með gömlum arfi Glœðir þrek á tandi’ og sjó. H. Kartöflur* eftir Pórhatl biskup Bjarnarson. Sjera Björn Halldórsson í Sauð- lauksdal rælctaði fyrstur manna kart- öílur á íslandi 1759, og eftir það fóru þær smátt og smátt að breiðast út um landið. Um líkt leyti var farið að rækta kartöílur í Noregi og í Dan- mörku, og í báðum löndunum voru það prestar, sem mest gengust fyrir því. Það vita menn sannast um kart- öílujurtina, að hún sje komin frá Suður-Ameríku, sáir hún þar sjálf til sín og vex sem livert annað villigras, og komust Indíánar upp á það að hafa undirvöxtinn til matar. Síðan barst hún til Norður-Ameríku, og enskur flotaforingi, Walter Raleigh að nafni, kyntist henni og fór með út- sæði heim til Englands 1584. Þá var Elísabet drotning á Englandi, vitur kona og framsýn, og gerði hún sjer far um að koma á kartöílurækt og kenna mönnum að neyta þeirra, en vanst fremur lítið á; fólk trúði þeirri vitleysu, að þær væru eitraðar. Á Frakklandi gekk það líka fremur stirt að venja fólkið á að borða kartöllur, þangað til Lúðvík konungur fjórtándi skarst í leikinn, hann bar kartöflu- blómið í frakkahneslunni, og liafði undirvöxtinn á veisluborðum sínum, og úr því varð það fínt að borða kartöflur, Eins er sagt um Friðrik konung mikla á Prússlandi, löngu seinna, að hann átti í löluverðu stríði við bændurna, að fá þá til að »jeta þetta upp úr moldinni«. Nú eru kartöílur, eða öðru nafni jarðepli, einhver gagnlegasti jarðar- gróður um allan heim, og þær eru helsta manneldisjurtin á landi hjer. Á Akureyri var kartöfluræktin lengi vel mest og best. Mikil og góð kart- öflurækt er líka á Akranesi, og gæti verið miklu víðar en nú er. Elstu memi. iii. 100 ára. Mjög fer þaö eftir löndum hve langliíír menn verða, en í Balkanskaga- löndunum verða menn langlífastir hjer i álfu. Af hverjum 100 000 íbúum verða 100 ára gamlir og þar yfir: í Búlgaríu . . . 105 - Serbíu . . . . 21 - Rúmeníu . . . 17 á írlandi . . . . 13 - Englandi . . . 4 - Spáni . . 2 - Frakklandi . . 1 Á Pýzkalandi, í Belgiu og Danmörku að eins 1 af hveri miljón íbúa eða 0,1 í Sviss, sem hefir meira en hálfa fjórðu miljón íbúa er sem stendur enginn maður er nær 100 ára aldri. 0 *) Tekiö úr Lesbók II.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.