Unga Ísland - 01.03.1910, Síða 2

Unga Ísland - 01.03.1910, Síða 2
18 UNGA ÍSLAND. Pilll Melsted, andaðist 9. fyrra mánaðar. Æfiágrip hans er í Ú. ísl. V. ár 11. tbl. — Mynd hans hjer er af honum 95 ára gömhim. Hvíti selurinn. Eptir Rud y ar d Kipling. Helgi Pjetursson þýddi. albatrossins og örnungsins1), er þeir rendu fram lijá honum góðan byr; hvernig liann ætti að hlaupa 3 eða 4 fet upp úr vatninu, líkt og höfrungar, með framhreifana fast að síðunum og fótahlutann kreptan upp undir sig; hún kendi honum að láta flugfiskinn eiga sig, af því hann er ekkert ann- að en beinin; að rífa hnakkann úr þorski á fullri ferð á 10 faðma dýpi; og loks að staðnæmast aldrei til að liorfa á skip eða bát, einkum ef það væri róðrabátur. Að sex mánuðum liðnum vissi Kotick alt sem vert er að vita um djúphafsfiski, og allan þann tíma hafði liann aldrei stutt hreifum á þurt land. En einn dag þegar liann lá blund- andi í volgum sjónum einhverstaðar nálægt eyjunni Juan Fernandez, fanst lionum einhver deyfð og drungi í sjer öllum, rjelt eins og mannfólkinu verður, þegar vorið er í fótunum á því; og hann mundi eptir góðu, föstu fjörunum á Novastoshna, 7000 mílur í burtu, leikunum sem fjelagar lians Ijeku, lyldinni af þanginu, hávaðan- um í selunum og áflogunum. Á 1) Man-of- war-Hawk (Tachypedes aquila). á dönsku Fregalfugl. hýö. sömu minútu sneri hann á norður- leið og sótti fast sundið. Á leiðinni urðu fyrir honum liópar af fjelögum hans, er allir stefndu til sama staðar, og þeir sögðu: »Heill Kotick! þelta árið erurn við allir yngisselir og við geturn dansað elddansinn í boðunum út af Lukannon og~'Lleikið okkur á nýgrónu grasinu. En hvernig fjekstu svona litt skinn?« Feldur Koticks var nú nærri því mjallhvítur, og þó að hann mildaðist mjög af því með sjálfum sjer, varð honum ekki annað að orði en þetta: »Herðið sundið! landþrána leggur mjer inn í bein«. Og þannig komu þeir allir á fjörurnar, þar sem þeir höfðu fæðst, og heyrðu til gömlu selanna, feðra sinna, er þeir börðust í sigandi þokunni. þá nótt dansaði Kotick elddansinn með veturgömlu selunum. Hafið er um sumarnætur fult af eldi alla leið frá Novastoshna til Lukannon og aptur undan hverjum sel verður rák eins og af brennandi olíu, blossandi glampa bregður fyrir, þegar hann hleypur upp, og öldurnar brotna í löngum lýsandi gárum og hringum. Því næst sneru þeir inn í landið til leikvallanna og veltu sjer fram og aftur í nýja villihveitinu og sögðu sögur af því hvað þeir höfðu aðhafst meðan þeir dvöldu í sjó. Þeir töluðu urn Kyrrahafið eins og drengir mundu tala um skóg, þar sem þeir hefðu verið í hnotaleit, og ef einhver liefði skilið þá, liefði hann’ getað farið burt og gert þann uppdrátt af þessu hafi, að slíkur er ekki til. Þriggja og fjögra vetra yngisselir komu brun- andi niður af Hutchinson-hól og æptu: »Verið ekki fyrir okkur, kópaangar, liafið er djúpt og þið vitið ekki um alt, sem í því er enn. Bíðið þið þang- að til þið hafið farið fyrir Horn. Hí!

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.