Unga Ísland - 01.03.1910, Page 4

Unga Ísland - 01.03.1910, Page 4
UNGA ÍSLAND. 20 eða 12 menn, sem allir liöfðu járn- kylfur vafðar, Kerick benti á einn eða 2 úr hópnum sem voru bitnir af fje- lögum sinum eða voru of heitir, og mennirnir spörkuðu þeim frá með þungum svarðstígvjelum sínum; því næst sagði Iverick: »Hefjist handa!« og mennirnir rotuðu selina með kylfu- höggum eins hratt og þeir gátu. Tíu mínútum siðar gat Kotick litli ekki þelct vini sína lengur, því húð- irnar voru flegn- ar af þeim frá trýni og aptur á tær, svift af þeim og fleygt á völl- inn í stóra hrúgu. Nú var Ivotick nógboðið. Hann sneri aftur og stökk niður að sjó (selur getur stokkið hart um skamma stund) og litlu nýju kamparnir hans risu af hryllingi. Við Sæljónseiði, þarsem hinstóru sæljón liggja fram við brim- garðinn, fleygði liann sjer á liöf- uðið í svalan sjóinn og vaggaðist þar og slundi aumlega. »Hvað er að?« sagði eitt sæljónið óþýðlega; því sæljónin skifta sjer vanalega ekki af öðrum. »Scoochnie! Oclien scoochnie!« (»Eg er einmana, mjög einmana!«), sagði Kotick. »Það er verið að drepa alla yngisselina á öllum fjörunum!« Sæljónið leit við. »Hvaða bull!« sagði það; »aldrei hefir látið hærra í vinum þínum en nú. Þú munt hafa sjeð Kerick gamla fara með rekstur. Hann hefir gert það í 30 ár«. »Mig hryllir við«, sagði Kotick og andæfði, er aldan reið yfir liann, og vatt við hreifunum eins og skrúfu, svo að hann stöðvaðist að eins þrjá þumlunga frá skörðóttri klettabrún. »Vel gert af vetrung«, sagði sæljón- ið, sem kunni að meta þegar vel var synt. »Jeg býst við að þetta sje frem- ur geigvænlegt frá þínu sjónarmiði; en ef þið selir leggið í vanda ykkar að koma hingað ár eftir ár, þá er svo sem auðvit- að að mennirn- ir komast að því, og þið verðið alt af reknir til dráps nema þið getið fundið ein- hverja eyju, þar sem aldrei kem- ur maður«. »Er ekki til nein slík eyja?« spurði Kotick. »Nú liefi jeg fengistviðflyðru- veiðar 20 ár, en slíka eyju get jeg ekki hrósað mjer af að hafa fund- ið enn. En biddu við — þú virðist vera gef- inn fyrir að tala við þá, sem þjer eru betri; við skul- um gera ráð fyrir, að þú farir til Rostungseyjar og finnir að máli rost- unginn Sæforna. Það getur verið að liann viti eitthvað. En farðu ekki svona geyst. Væri jeg í þinum spor- um, anginn, þá riiundi jeg fyrst hafa mig upp á land og sofna«. Kotick fanst þetta heillaráð; hann synti því yfir í sína eigin fjöru og svaf um hálfa stund, allur með smá- kippum eins og selum er títt. Því næst stefndi liann rakleiðis lil Rost-

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.