Unga Ísland - 01.03.1910, Síða 6
22
UNGA ISLAND.
Búskaparfólkið.0
Hvammi 12. Jan. 1908.
Frændi sæll.
Gleðilegt ár og þökk fyrir brjefið
þitt. Jeg held að mjer gangi illa að
svara öllu sem þú spyrð um, en jeg
skal segja þjer, það sem jeg veit.
Annars skalt þú fá þjer ef þú getur
íslenska garðyrkjubók, sem Þjóðvina-
fjelagið gaf út eða garðyrkjukverið
hans Schierheks landlæknis og ýmis-
legt er í Búnaðarritinu um þetta og
i Frey. En nú ætla jeg að líta á
brjefið þitt. Þú segir að garðurinn
þinn sje 8 faðma Iangur og 4 faðma
breiður. Nú skal jeg benda þjer á
að þú þarft lengri girðingu um hann,
þegar hann er allangur. Þú þarft
sem sje 8—(—4—}-8-j-4 faðma eða 24
faðma, en eí þú hefðir haft liann 6
faðma á hvern veg þá heíði hann verið 4
QJ föðmum stærri, með sama ummáli.
(Sjáðu 8X4=32, en 6x6=36).—Þú
átt að stinga garðinn upp undir eins
og klaki er úr jörðu og sá þegar tíð
leyfir, líklega um miðjan maí, eða
litlu siðar. Besti áburðurinn er
hrossatað. Kartöflur eru mjög mis-
munandi góðar og ófært að sá slæm-
um kartöflum. Þær eiga að vera rneðal
stórar með sem flestum augum og
svo eiga þær að vera spiraðar, þegar
þær eru settar niður. Þær eiga að
vera settar 4—5 þuml. niður og milli
þeirra sje um 10 þuml.
og settar eins og myndin sýnir.
Gulrófufræinu er best að sá í maí-
byrjun í vermireit, það er moldar-
kassa með gleri yfir og er best að
hafa hann sunnan undir vegg. Sáðu
1) Sjá U. ísl. 4. tbl. fyrra ár.
í hann með þumlungs millibili og
svo á að taka plönturnar upp úr
honum þegar víst er að öll frost eru
úti og gróðurselja í garðinum með
svo sem 8 þuml. millibili í skáraðir
eins og kartöílurnar. Frostnætur verð-
ur vermibeðið að vera byrgt með
torfi, svo ekki komist frost að plönt-
unum. En eins og jeg gat um fyrst
þá verðurðu að fá þjer einhvern leið-
arvísi og lesa liann vandlega. — En
hvernig fór með hænsin. Nú verður
þú að segja mjer um þau. Jeg heí
hvergi sjeð neitt um hænsarækt og
veit ekkert livort golt er að hafa þau.
Vertu svo blessaður og sæll
þín Gunna.
Eyri 22. maí 1908.
Kæra frænka.
Það hefur dregist fyrir mjer að
svara þínu góða brjefi í vetur. En
nú get jeg þá sagt þjer því meira sem
drátturinn liefur verið lengri. Jeg
keypti mjer Garðyrkjubókina og nú
er jeg búinn að sá karlöflunum í 20
ÍP) faðma og vel hálfnaður að flytja
gulrófuplönturnar úr vermireitnum i
garðinn. Þær verða þá í 12 □ föðm-
um. Jeg þarf eina athugasemd að
gera við brjefið þitf, þar sem þú talar
um að garðurinn minn sje óhentugur
í laginu. Sjáðu nú til, jeg gerði ráð
fyrir því að liann stækkaði um helm-
ing, verði 8 faðmar á hvern veg, og þá
var betra að hafa hann svona fyrst,
til þess að þurfa ekki að taka upp
nema sem minst af girðingunni. Svo
er að segja frá liænsunum. Eins og
jeg talaði um í fyrra, þá lceypti jeg
3 hænur og 1 hana. Þetta voru ung-
ar 8 mánaða gamlir og því á besta
aldri. Jeg fjekk þau um nýár, tvær
hænur voru þá farnar að verpa og
nú skallu sjá livernig sá búskapur ber
sig. Jeg gerði upp reikninginn á
vinnuhjúaskildaga og hann er svona: