Unga Ísland - 01.09.1910, Blaðsíða 1

Unga Ísland - 01.09.1910, Blaðsíða 1
Höfuðsyndirnar sjö. Eftir Selmu Lagerlö/. Freistarinn illi ætlaði sjer að draga dár að munki einum. Hann klædd- ist því kápu bæði víðri og síðri og barðastórum liatli, svo enginu gæti þekl hann, og fór til öldungsins, þar sem hann sat í skriftastól dómkirkj- unnar og beið skriftabarna sinna. »Velæruverðugi faðir«, sagði «fjand- inn fúli, »jeg er bóndi og bóndasonur. •Teg fer á íætur með sólu og læt mje'r aldrei gleymast að fara með morgun- bænir mínar, vinn svo liðlangan dag úti á akri. Viðurværi mitt er brauð og mjólk og þegar mig langar til að gleðjast með vinum mínum, fagna jeg þeim með lnmangi og aldinum. Jeg er eina stoð og slytla gamalla for- eldra minna. Jeg á enga konu og bugur minn horfir eigi til kvenna. Jeg er ki-rkjurækinn og gef tíunda blut af öllu, sem jeg á. Velæruverð- ugi faðir, þér hatið beyrt játningu uiína. Viljið þjer nú veita mjer af- lausn?« »Sonur minn«, sagði munkurinn, »þú ert frómasta sál, sem jeg hefi þekt. Fús er jeg á að veita þjer af- lausn. Leyf mjer samt áðuraðsegja þjer frá nokkrú, sem við bar hjer á staðnum fyrir skömmu siðan. Það verður þjer til fagnaðar, því þú fær að heyra um mörg fræg afreksverk, og þó getur þú sagt við sjálfan þig, að þeir, sem framið hafa, sje vesalir syndarar i samanburði við þigx. »Faðir, þú freistar til ofmetnaðar«, sagði freistarinn. »Guð varðveiti þig frá þeirri stór- synd«, svaraði munkurinn, »þú munt komast að annari niðurstöðu, er þú hefir beyrt sögu mínacc. Og bann tók til máls: »Riddarinn mikilláti sem á bergkaslalann mikla hinum megin elfarinnar ætlaði sjer dag einn að gifta dóttur sína rikum og voldugum manni, sein mikla ást lrafði á henni. En það var jung- frúnni mjög á móti skapi, því hún hafði gefið öðrum manni heilorð. Jungfrúin reit unnusta sinum l)rjef og tjáði honum, að faðir liennar væri að neyða hana til að taka öðrum.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.