Unga Ísland - 01.09.1910, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.09.1910, Blaðsíða 6
70 UNGA ÍSLAND. skaplega. Verst var þegar snjóað var fyrir reykháfinn og stundum lá oss við köfnun þarna inni og urðuni að rífa gat á þakið til þess að lofta út. Þegar vjer höfðum verið inni- byrgðir í eina viku og konnim svo út í dagsbirluna og sáum hver ann- an þá fórum vjer allir að skellihlæja — vjer vorum biksvartir sem negrar. Aldrei gátum vjer þvegið oss allan tímann, sem vjer vorum þarna. Vjer Iiöfðum enga sápu og spikið varekki svo mikið að vjer vildum eyða því til snjól)ræðslu fram yfir það nauð- synlegasta. Jeg þvoði mjer að eins einu sinni allan tímann, og það var um fæturnar. Jeg hafði volgt vatn, }>að er að segja, þegar jeg byrjaði, en það var orðið iskalt áður en búið var. Það var einstakt livað óhreinindin gálu orðið grómtekin. Vjer reyndum að þvo oss um hendurnar úr snjó, þegar ckki var alt of mikið frost, cn árangurinn var lítill. Prótagóras og lærisveinn hans. Prólagóras var einn hinna frægu heimspekinga Grikkja á 5. öld fyrir Krists bnrð. Einu sinni kom lil hans ungur piltur auðugur vel og vildi nema af honum heimspeki og mælsku- fræði. Sá lijet Evaþlus. Þeir sömdu um kenslueyrinn, og átti helmingur að greiðast fyrir fram, en hinn helm- ingurinn, þegar Evaþlus hefði unnið fyrsta málið fyrir rjetti. Evaþlus var nú lijá Prótagórasi, þar til hann var fullnuma. En hann tók ekkert mál að sjer og fjekk þannig ekkert tæki- færi til þess að vinna neitL mál; og ekki fjekk Prótagóras kenslukaupið, sem eftir var. En er tímar liðu, fór Prótagórasi að lengja eftir kaupinu og hitti Evaþlus að máli og sagði við hann: »Nú mátt þú ekki draga lengur að greiða mjer kenslukaupið. I3ú sleppur livort sem er ekki hjá því með því að koma þjer hjá mála- ferlum, því nú fer jeg sjálfur í mál við þig, og ef þú, Evaþlus, vinnur það mál, þá ertu þar með slculd- bundinn til að greiða mjer kaupið samkvæml samningnum, þar sem þú liefur þá unnið mál. En vinni jeg málið, erl þú þar með dæmdur til að greiða mjer kaupið, svo þú kemsl ekki á neinn veg undan þessu«. wÞetta er ekki svo, góði meistari«, sagði Evaþíus, »því vinni jeg málið, þá segir dómurinn, að mjer beri ekki að borga. En tapi jeg málinu, þá hel’ jeg ekki enn unnið neilt mál, og er því ekki komið að gjalddaga sam- kvæmt samningnum. Mjer ber því í hvorugu tilfellinu að borga«. 0 Smásögur Eftir Iwctn Tnrgenjew. Ungur ánægður maður. Ungur maður gengur eptir götunni. Ánægjan slcín út úr honum. Augun Ijóma og varirnar kiprast saman af brosi. Dálítill roði eykur á fegurð liinnar glöðu ungu ásjónar. Hver maður lilýtur að komasl í golt skap af að sjá hann. Hvað liefir lionum viljað til? Hefur honum tæmst arfur? Hel'ur hann lilotið hæsta dráttinn í lotteríinu? Er hann að fara til stúlkunnar, sem liann elskar, eða er það von um góða máltíð, sem lætur honum líða svona einstaklega vel? Hefur hann liækkað í slöðu? Eða hlotið heiðursmerki? Eða . . . ?« Ónei, ekki er það nú neitt af þessu. Orsökin er sú, að hann hefur sett saman og útbreitt af kappi óþokka-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.