Unga Ísland - 01.03.1911, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.03.1911, Blaðsíða 2
10 UNGA ÍSLAND af hamri í fjallinu ofan í vatnið. Síð- an hei ■ a ð »Pílatusarfjall«. Önn myndin er af nafnkunnum vegi gegnum fjallaskarð eitt. Þarf víða að þekja yfir vegi á Svissaralandi, svo er þar brattlent og skriðuhætt. Þriðja myndin er af heilsuhæ einu uppi í fjöllum, að baki erfjallið Wetter- horn. Fjórða myndin er af þorpinu Inter- taken, og sést fjallið »Jómfrúin« í fjar- lægð. Gagn og gaínan. næsta tbl. verður byrjað á þvi að gefa léseridum U. ísl. ýmsar léiðbeiningar í ýmislegu, er getur orðið þeim til mikiil- ar skenitunar og samstundis _til gagns og fróðleiks á þann hátt, að það auki þeim skilning á sumu, því er áður var þeim torskilið eða alveg ókunnugt. Náttúru- fræðin er gullnáma í þeim efnum fyrir námfúsa og greinda unglinga og »bók náttárunnar« er stór og efirismikil.svo eigi veitir af að byrja á henni í tíma. Þá bók liéfir maður altaf með sér, hvar sem maður fer, og aldrei leiðist jesturinn þeim, sem vel er læs. U. ísl. ætíar því að fara að kenna ykkur stafina, svo þið getið lesið þessa bók. Kenna ykkur að búa ykkur til leikföng, sem þið hafið gleði og gaman af, en skýra þó samstundis fyrir ykkur ýmsa leyndar- dóma náftúrunnar, sem tnargur fullorðinn hefur enga hugmynd um. Leiðbeining- urp þessum fylgja niyndir og riss til skýr- ingar, svo lagtækir unglingar geti búið sér hlutina sjálfir. — Þannig getTð þið lært margt merkilegt í eðlisfræði og efna- fræði. — Ritstjóri U. ísl. hefir mjög gam- an að rafmagnsfræði og ætlar að sýna ykkur ofurlítið inn í þá löfraheima. Er mjög auðvelt að búa sér til fjölda skemti- legra smá-áhalda, sem hreifast nieð jraf- ntagni, já jafnvel bæði ritsíma,\ ra magns- mótor (aflvél) o. m. fl. og þarf það þó eigi að kosta nema fáeina taura —[jef maður á t. d. galvansbikar eða þuran rafmagnsgeymir eins og þá, sem jnotaðir eru við talsímann, dyrabjöllur, vasaljósker o. s. frv. Kaupstaðar-drengir eiga auðv. hægast með að útvega sér þess háttar tæki, en U. Isl. ætlar smámsaman að hjálpa sveita- piltunum til þess að útvega sér þau líka og kenna þeim að nota þau. — Hver veit, nema að einhver ykkar geti orðið ísl. Edison með tímanum. Og það væri bæði gagn oggaman! (Edison er heims- frægur rafmagnsfræðingur amerískur). I. Hann lærði nóturnar um það leyti, sem hann hefði átt að læra að lesa. Tilsögn fékk hann hjá bestu hljóðfæra- leikurum Björgvinjar, og þótti þegar á bernskuskeiði snillingur í fiðluspili. En bóknámið gekk honum fremur stirt, þótt gáfurnar vantaði eigi. Þegar hann kunni illa á skólanum, sagði kennar- inn við hann: »Taktu fiðluna þína, strákur, og eyddu ekki tímanum hérna til ónýtis!« Hann var bráðgáfaður, skýr og skiln- ingsgóður, en átti örðugt með að fylgja föstum réglum og beygja sig undir þær. 1 goðafræði stóð honum enginn á sporði. Valhallarlífið var yndi hans, og sögurn- ar um Óðinn og Þór, Baldur, Freyju, og goðin öll, um jötna og dverga — þær hrifu hug hans og sál. Náttúra Noregs var yndi hans og

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.