Unga Ísland - 01.06.1911, Side 7

Unga Ísland - 01.06.1911, Side 7
UNGA iSLAND ' 47 ' • : 5 ' Um daginn kom eg heim að bænda- skólanum hérna; þá gaf skólastjórinn mér dálítið af rófu- og hafrafræi, sem eg er nú búinn að skifta niður í garðinn minn; eg stækkaði hann um 2 álnir á hvern veg, svo hann er orðinn nokkuð stór. Svo á eg eitt tré, sem mér var gefið 3íka, og eg held, að það verði afar fall- egt. Það er Reynitré, sem eg fæ falleg ber af. Eg er nú að sinni búinn að segja þér það, sem eg ætlaði að segja þér, en ef þú segir mér, hvað mikinn ágóða þú hef- ir af þínu búi, þá skal egsegjaþér sama um mitt Þinn. Siggi á Læk. Túngu 17/e 19. Góði Siggi minn Eg þakka þér mjög vel fyrir tilskrifið, sem var bæði ítarlegt og gott, en láttu mig vita hvað (grísinn) svínið þilt kostar, en samtals er ágóðinn af búinu mínu 25 krónur árlega, en eg vona nú, að það verði meira. Eg er nú búinn að skýra þetta fyrir þér, en láttu mig svo vita, hvað þú færð af þínu búi. Vertu nú sæll, þinn Hannes í Tungu. Læk. 19. Kæri Hannes minn. Eg þakka þér fyrir skrifin þín, sem bæði hafa verið góð og ítarlega samin, einkarlega það fyrra, en litlar þykir mér tekjurnar af þínu búi í samanburði við mínar. Eg get ekki sagt þér, hvað grísinn kost- ar, því hann Ásmundur í Garði gaf mér hann, en spurðu hann að því næst, þeg- ar þú hittir hann. Svo koma blessaðar tekjurnar, þær eru svo sem 75—100 krónur, eða verða það nú íárvegnasvínsins semegá; svoeykstkann- skebústofn minn, svo eg verði ríkari að ári þá get egkannske haft tvö svín, og þá verða hérumbil helmingi meiri tekjurnar. Þinn einl. Siggi á Læk. Eg hefi. nú ekki fengið að vita meira, en drengirnir eru nú víst báðir komnir yfir femingu og komnir á búnaðarskólann og verða eflaust duglegir í bændaröðinni. Það er líka ein af heiðarlegustu stéttum heimsins. Lastið hana þess vegna ekki. Finnbogi Rammi. (13 ára.) Til kaupendanna. Nú er afráðið með barnabók »U. fsL« fyrir bæði árin 1910 og 1911 á þann hátt, er hér greinir: í staðinn fyrir barnabækurnar báðar fá kaupendur stóra sögubók hémmbil helm- ingi stærri, en báðar bamabækurnar hefðu orðið. — Saga þessi er norsk sveitalífs- saga eftir einn af helstu rithöfundum Norðmanna meðal yngri skáldanna. — Indœlli barna- og œskalýðssöga er varla hægt að kjósa sér, enda hefir hún hlotið almennings lof um endilangan Noreg og víðar á Norðurlöndum. Kaupendnr »IInga fslands« fá söguna á þann hátt, að ein prentnð örk (16 bls.) fylgir hverju tbl., og byrjar með næsta blaði. Er þó ætlast til, að sagan verði öll búin um jól, og fylgir þá endirinn með yjólabókinni«. Fáþálesendur »U. í.« bæði mikið og skemtilegt að lesa um jólin, og verða þá vonandi allir ánægðir með viðskiftin við blaðið. Smásagan *Marta Iitla«, sem byrjar i þessu tbl., er eftir sama höfund og kaup- bætissagan, sem von er á. Hann heitir Hans Aanrud (frb. onrúð). Dráttur sá, sem orðinn er á útkomu

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.