Unga Ísland - 01.09.1911, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.09.1911, Blaðsíða 2
66 UNGA ÍSLAND Teiknun. (Dráttlist.) í síðasta tbl. V. árg. Unga íslands (1909) var skýrt frá, að í næsta árg. ætti að koma tilsögn í teiknun með 30 —40 mynd- um. Af einhverjum ástæðum hefir þó ekkert úr þessu orðið, en nú nýskeð hafa mér borist í hendur nokkrar af teikni- myndum þessum frá fyrv. eiganda blaðs- ins, og þótt þær í sjáifu sér sé eigi mik- ils virði sem fyrirmyndir, og þótt þeim fylgi alls engin leiðbeining, hefi eg þó hugsað mér að láta þær koma í blaðinu og skrifa með þeim fáeinar, stuttar leið- beiningar, er komið gætu byrjendum og börnum að nokkuru haldi. 1. og 2. mynd. Teiknikunnátta er mjög þörf, og ættu allir að temja sér hana. Kemur það manni að haldi í mýmörgum tilfellum. Margir blekkjast á þeirri hugsunarvillu, að sér- stakar gáfur þurfi til þess að læra að tcikna, en svo er alls eigi. Allir getalært að teikna — alveg eins og að skrifa — en //stomennn verða þeir einir, er gáfu hafa til þess. Flestum börnum er teiknilöngunin með- fædd. Þau teikna hugsanir sínar löngu áður, en þau eru orðin læs og skrifandi. Þeirri löngun þarf að halda við, auka hana og glæða og beina á rétta leið. Teiknunin er góð og þörf tamning. Hún skerpir og þroskar augað og temur hönd- inni að »hiýða því». Allir þurfa á henni að halda! Konur við klæðaskurð og út- saum, karlmenn við smíðar o. s. frv. Góður »teiknari« hefir glögt auga fyr- ir lögun hlutanna, og er það fyrsta skil- yrðið til þess að geta gert þá rétt. Teikn- unin eykur því handlagni manna, og mun eigi af veita, ef hægt væri að end- urreisa þá »erfðagáfu« vora, sem nú er, því miður, að glatast hjá oss eins og margt annað »gamalt og gott«. Helstu teikniáhöld eru þessi: Blýant, t. d. Nr. 2 eða 3 fyrir byrj- endur, mjúkt strokleður og pappír, helst teiknipappír. Myndina á að rissa upp fljótt og létt, eins og hún festist í auganu, er maður horfði á hana. Svo má Iagfæra og rétta á eftir. Maður verður að gera sér glögga grein fyrir löguninni, t. d. hæð ogbreidd o. s. frv. og byrja svo ótrauður á verk- itiu og bera það saman við frummynd- ina, með því að halda teikningunni langt frá sér (í »stífum handl.»), því þá fær maður betri útsjón yfir hana og sér gall- ana betur. (Gaman væri, ef kaupendur U. í. vildu t. d. sendablaðinu fyrirspurn- ir um ýms atriði í teiknun eða um það efni!) 3, mynd. 1. niynd er rúða eða »kvaðrat«, fer- hyrningur með jafnlöngum hliðum og réttum hornum. Er tveim hliðum skift í miðju og dregin önnur rúða', sem . ?r fjórði partur hinnar. Best er að temja sér að láta augað skifta Iínum í fleiri hluti þannig, að halda blaðinu nokkuð frá sér með vinstri hendi (eða sitja beinn

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.