Unga Ísland - 01.02.1916, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.02.1916, Blaðsíða 2
10 UNGA ISLAND væri bústaður sálarinnar, einnig eft- ir dauðann. Eftir því sem menn bafa komist næst, var aðferðin við að smyrja lik- in þessi: Líkið fyrst þvegið utan vel og vandlega. Því næst tekin úr því inn- yflin og það þvegið innan úr pálma- víni og fylt svo ilmefnum. Þá var likið látið í ker með natrónvökva i, og látið iiggja þar í 70 daga. Þá var það tekið upp og troðið innan i það sagi og lérefti blönduðu ýmsum sterkum efnum. Að endingu var það sivafið lérefts- ræmum, og látið í kisturnar, því þær voru tvær. Báðar voru þær líkar manni að lögun. Sú innri oft mjög haglega gerð, líktist hún oft þeim framliðna sem í henni hvíldi. Ytri kistan var ekki eins vönduð. Kisturnar voru svo útbúnar, að það mátti láta þær standa upp á endann, eða liggja. Egiptar álitu sálunni þó ekki nægja líkaminn einn. Hún varð að hafa öll möguleg þægindi, sem í lifanda lífi. T. d. húsgögn allskonar, báta til skemtiferða, vagna, vopn, bækur, fatnað o. íl. Var þetta alt látið inn í grafir heldri manna. Stundum voru höggnar myndir af hlutum þessum, á innanverða veggi pýramídanna og átti það að nægja. En best þótti þó að hafa hlutina sjálfa, að minsta kosti fyrst í stað. Greftrunin fór fram með mikilli viðhöfn, var þeim dána að siðustu fórnað ýmsum dýrum, sem menn- irnir er fylgdu líkinu til greftrun- ar borðuðu. Var þá aldrei gleymt að hafa líkneski af dána manninum i veislunni, og því gefið að smakka á réttunum, og tók það móti ósýni- legu fæðunni eða andlegu, en menn- irnir borðuðu sýnilega hlutann eða líkamlega. Það sem hér hefir verið sagt um greftrunarsiði í Egiptalandi til forna, á að mestu leyti við greftr- un heldri manna. Þó reyndu auð- vitað allir að stæla það sem mest. Ekki voru þó reistir pýramídar yfir grafir annara en konunga. Hinum voru bygðar grafhvelf- ingar. Kongsdóttirin og fanginn. Á morgni tímans ríkti göfugur kon- ungur og gulifögur drotning yfir Sól- heimum sælu og gleði. Þau áttu eina dóttur, sem þau unnu hugástum; liún hét Þrá. Ekkert feg- urra var til í öllu ríkinu en gullnu lokkarnir hennar og brosandi var- irnar og lilæjandi augun. Ekkert var sparað til þess að gera uppeldi hennar sem veglegast. Viska hét fóstra hennar; hún hafði yfirum- sjón með öllum kennurum hennar og þjónum. Öll lög hennar fólust í þrem- ur orðum: elsku virðing og lilýðni; því hún hugsaði sem svo: »Sá sem elskar, vinnur engum mein. Sá verð- ur virtur, sem virðir aðra. Sá sem lilýðir lærir að stjórna«. Konungur átli 3 þræla, sem hann hafði hertekið í vikingu. Þeim var ætlað að þjóna kongsdóttur og sjá henni fyrir skemtunum og öllu er hún þyrfti. Hinn fyrsti var nefndur Jörð, ann- ar Loft og þriðji Vatn. Þessir þjón- ar gengu fyrir hana einn af öðrum og veittu henni einlæga lotningu. Jörð sagði við hana:

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.