Unga Ísland - 01.02.1916, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.02.1916, Blaðsíða 4
tjftGA ÍSLAttb 12 Þrá varð gagntekin. Hún talaði orðin, og fanginn stökk upp frjáls og óhindraður. Á sama augnabliki brá kongsdóttur mjög, kinnar hennar urðu hvítar sem lín. Fanginn hafði skyndi- lega breytt útliti sínu. Hann var nú orðinn eins og glepsandi vargur með gapandi gin og glóandi augu. Hann ógnaði varnarlausri meynni með hár- hvössum vígtönnunum. Vikatelpan flúði æpandi. »EIdpúk- inn er laus«, kallaði hún, »hann rif- ur kongsdótturina í sig«. Fjónar og hermenn skulfu af ótta við brennivarginn, sem ógnaði öllu ríkinu. Loftið þaut af stað, til að frelsa húsmóður sína, sem það unni svo heitt. En koma þess gerði ekki ann- að en espa brennivarginn. í bræði sinni þaut hann enn geistar og eyddi öllu sem fyrir varð. Vatnið geistist djarflega á móti hon- um, en varð að lúta í lægra haldi og varð loks að gufu. Jörðin lagð- ist einnig á móti honum, en varð undir í viðskiftunum og breyttist í ösku. Brennivargurinn varð æ voðalegri. Grimd hans og græðgi óx við hverja bráð sem hann reif í sig. Hann vægði hvorki höll né hreysi, karli né konu. Sólheimar urðu að sviðinni auðn. Þangað kom enginn maður, og nú hafa menn gleymt hvar þeir voru. Brennivargurinn hafði loks eytt öllu. Hann hafði ekkert viðurværi. Dró þá svo af honum, að mennirnir lögðu aftur á hann fjötra og tóku hann í þjónustu sína. En þegar kveikt er á kertunum og fauskarnir fuðra á arninum, þá seg- ir amma börnunum söguna af henni Þrá, sem stofnaði sér í voða ineð óhlj'ðni sinni. Og enn í dag er kóngsdóttirin úr sóllandinu horfna nefnd, »barnið sem lék sér að eldinum«. Styrktarmenn Unga Islands. Einn af bestu og ötulustu styrkt- armönnum Unga íslands, er Friðrik Hjartarson kennari á Suðureyri. Hefir hann nú á tveim árum margfaldað kaupendatölu þá, er hann tók við, enda er Friðrik vel látinn sem kenn- ari, og hefir mikla hylli meðal nem- enda sinna og unglinga, er kynnast honum, og fer slíkt að vonum, þvi Friðrik er bæði skýr og skemtinn.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.