Unga Ísland - 01.02.1916, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.02.1916, Blaðsíða 5
ÚNGA ísland. 13 ^orsteinn kóngsson. (Niðurlag). Kongssonur gefur henni mat, en áður en kvöld kom, festi hann hana eins upp aftur á hárinu svo ekki bar neitt á neinu. Eftir þetta vitj- aði Þorsteinn mærinnar á hverjum degi, og gat henni nóg að eta, en festi hana upp aftur á hverju kvöldi, áður en risarnir komu heim, svo ekki bar neitt á neinu, og engan grunaði neitt um þetta. Þegar fimta árið var liðið, sagðist hann endi- lega ætla burtu, en risarnir vildu alt til vinna að hann væri kyr. Seg- ir hann þá stóra jötninum, að ef hann vilji alt til vinna að halda sér eitt árið enn, þá hljóti hann að gefa sér það í kaup, sem í læsta herberginu sé, sem hann komi aldrei inn í, hvað sem það kunni að vera. Jötuninn ræður honum frá að biðja um það, sem ekkert sé, og segir, að honum sé mikið betra að fá kaup sitt, eins og hann sé vanur. Ekki er kóngsson á því, heldur sækir því fastar á, og segir, að það verði að vera sinn skaði eða ábati, úr því hann vilji nú ekki annað, og þangað til eru þeir að karpa um þetta, að jötuninn heitir honum kaupinu. Hvernig Þorsteinn fór með kóngsdóttur þetta árið, þarf ekki að lýsa. En þegar árið var liðið, lýkur risinn upp herberginu; því kongsson var þá ófáanlegur til að vera lengur. Kemur risinn út nieð meyna, og undrast, hversu feit hún er og sælleg; fæst hann þó ekki um það, og afhendir Þorsteini hana. Býst nú Þorsteinn til burt- ferðar, tekur hesta sína, sem hann hafði altaf haft gætur á, og farang- ur sinn allan. En með kaupinu var ílutningur hans orðinn svo mik- ill, að hann ætlaði ekki að komast með hann allan. Segir kóngsdóttir, að hann skuli vera var um sig; þvi risarnir ætli að drepa hann á leið- inni. Hefir hann þvi við hendina sverðið góða, og hertýgi sin. Svo fór, sem kóngsdóttir sagði. Þegar þau voru skamt á veg komin, komu þrír af risunum til þeirra, og óðu að Þorsteini, en hann varðist drengi- lega, og svo lauk, að hann feldi þá alla. Því næst kastar hann mæð- inni. En innan skamms komu 2 af risunum, og tókst Þorsteini að að drepa þá báða. Voru þá 2 eftir, stóri risinn og bróðir hans. Komu þeir nú óðir og uppvægir, og sóttu að Þorsteini í ákafa. Gat hann þá drepið bróður stóra risans. Verður þá jötuninn hamslaus, kastar vopn- unum, veður að kóngssyni, og tak- ast þeir fangbrögðum. Hafði kóngs- son þá ekkert við, og féll hann, og varð jötuninn ofan á. Þegar kóngs- dóttir sá nú, að i óefni var komið fyrir Þorsteini, þrífur hún sax, sem einhver risanna hafði haft, og legg- ur jötuninn í gegn með því. Hjálp- ar hún Þorsteini síðan til að velta skrokknum ofan af sér. Eftir alt þetta treystir bann sér nú ekki til að halda áfram að sinni. Snúa þau nú heim aftur í risabæinn og þó þau kynnu þar ekki við sig, ætluðu þau þó að biða þar nokkra stund, til að vita, hvort þar bæri ekki skip að landi, því bærinn stóð fram við sjó. En þau langaði til að koma sem mestu með sér af fjáimunum risanna. Eftir nokkurn tíma liðinn, sáu þau skip koma að landi. Hittu þau menn að máli Sá hét Rauður, er fyrir skipinu réð og var ráðgjafi kóngsins föður mærinnar. Hafði kóngur heitið honum dóttur sinni, ef hann næði henni og kæmi með hana heim til sín. Tóku skipverjar vel við þeim Þorsteini og kóngs-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.