Unga Ísland - 01.07.1916, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.07.1916, Blaðsíða 4
52 UNGA ÍSLAND 2. mynd. eg slamaði. Eg hélt áfram og mér fór að ganga belur. Eg fann að all var á góðum vegi. Nú tók sækjandinn fram i. Hann var alkunnur hæfileikamaður. Hann gerði findna og illkvittnislega at- hugasemd við eitt atriði í ræðu minni. Það var eins og rafmagns- straumur færi um mig. Hugleysið hvarf og hugsunin varð skír. Eg svaraði óðara, og svar mitt var hit- urt, þvi eg íann að það var grimd- arlegt, að ráðast þannig á byrjanda. Hann gerði nokkurskonar afsökun, og þetta var viðurkenning fyrir mig, þar sem maðurinn var í svo miklu áliti. Eg varði nú málið með odd og egg, og skjólstæðingur minn var siknaður. Það var upphaf gæfu minnar. Allir vildu fá að vita hvaðan þessi nýji málfærslumaður væri, sem alt i einu hafði skotið upp þarna rétt á milli þeirra. Sögurnar um það, hvernig eg svaraði máltærslumann- inum, og hvernig eg lét drukna manninn út, íóru nú mann frá manni auknar og endurbættar. I3að bætti líka fyrir mér hve unglingslegur eg var, þvi það kom mönn- um til að hæla mér meira en eg átti skilið. Það fór eins og vant er að vera, þegar rétturinn er haldinn úti í sveitaþorpun- um, að einlæg smá mál voru þarna til meðferðar, og allir vildu láta mál sín i hend- urnar á mér, og mér var jafnvel trúað fyrir þýðingar- miklum störtum. Á laug- ardagskvöld var rétturinn á enda. Eg borgaði gestgjafan- um, og athugaði svo eignir mínar. Eg átti hundrað og fimtíu dali í silfri, og þrjú hundruð í seðlum og hest, sem eg seldi síðar fyrir tvö hundruð. Aldrei hefir maurapúki horft með meiri gleði á gull sitt, en eg gerði. Eg lokaði að mér, raðaði peningun- uni á borðið, gekk í kringum það, settist niður og studdi olnbogunum á það, og hvildi hökuna á höndun- um, og starði stöðugt á peningana. Eg hugsaði þóekkiumþá, eg hugs- aði um konuna mina heima. Ekki svaf eg um nóttina, en dýrðlegra drauma naut eg þó um skýjaborgir og skinandi vonir. í dögun steig' eg á bak lánshestinum, sem eg hafði komið á, og teymdi hinn, sem eg hafði fengið fyrir að ílytja mál.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.