Unga Ísland - 01.08.1916, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.08.1916, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND. 59 fyrir allar vonirnar, yrði nú enn að sælta sig við þaðafguili, sem hann gæti urgað saman á eðlilegan liált, í staðinn fyrir að skapa það mcð snertingunni einni saman. Ennþá var ekki nema að bjarma fyrir degi, en bláa röndin við aust- urfjöllin var að breikka og færast lengra og lengra upp á bimininn. En Midas sá það ekki, hann lá á bakinu í vondu skapi, og harmaði de)rjandi vonirnar, sorg hans varð altaf meiri og meiri, uns fyrsti geisl- inn skaulst inn um gluggann og gylli loftið yfir böfði lians. Honum sýndist birtan afþessum geisla falla eitthvað óvanalega á rúmfötin ofan á honum. Þegar hann athugaði ná- kvæmar, sá hann að Iínið, sem hann hafði bendurnar ofan á, var orðið að skýra gulli. Gullnasnertingin hafði komið til hans með fyrsta sólargeislanum. Midas stökk upp ofsaglaður, hann þaut innanum herbergið og lók á öllu sem fyrir varð. Hann þreifum rúmstuðulinn, og um leið var liann orðinn að gullslólpa. Midas þreif um gluggatjöldin til að færa þau til hliðar og gera kraftaverk á glugga- grindinni, en tjöldin urðu þung í höndunum á honum, jiau voru orð- in að gulli. Hann lók hók af borð- inu. Við fyrstusnertingu urðu spjöld- in og sniðin logagylt, eins og við sjáum á fallega bundnum bókum nú á dögum, en þegar hann fór að flelta bókinni, þá urðu blöðin að þunnum gulltöílum, og allur vís- dómur bókarinnar varð ólæsilegur. Midas klæddist í skyndi og varð hrifinn af að sjá sjálfan sig í skin- ^ndi gullklæðum. Þau voru mjúk og liðug, en óþægilega þung þótli honum þau vera. Hann lók upp dálítinn vasaklút, sem Gullbrá litla hafði faldað fyrir hann. Klúturinn varð líka að gulli. Hann sá gull- þráðinn í litlu fallegu sporunum, sem barnið hans hafði saumað með fram brúnunum alt í kring. Þetta varð einna síst til að gleðja Midas. Honum fanst einbvernveginn að hann hefði heldur kosið að handa- verkin litlu stúlkunnar hefðu verið óbreytt eins og þegar hún tók um hnéð á honum og stakk klútnum í hönd hans. En nú áraði ekki til að ergja sig útaf smámunum. Midas tók gler- augu upp úr vasa sínum og staklc þeim á nefið, til að geta nú séð enn greinilegar en áður alla dýrð- ina umhverfis. Á þeim tímurn var ekki búið að finna upp gleraugu handa al[)ýðu rnanna, en konungar voru farnir að nota þau. Annars hefði Midas ekki getað haft þau. Midas fann nú, sér lil mikilla vandræða, að hann gal ekki séð í gegnum gleraugun, og þó voru þau svo vel gerð. En þetta var ekki nema eðlilegt, þegar hann hafði snert á þeim, hafði kristalsglerið orðið að gulltöílum, þau voru nú ónýt sem gleraugu, j)ó að þau væru að öðru leyli verðmæt. Sú hugsun sló Midas ónotalega, að þrátt fyrir allan auðinn yrði hann nú aldrei framar nógu ríkur, lil þess að gela veitt sér brúkleg gleraugu. ^l’ella er nú svo sem ekki mik- ilsverU, sagði bann mjög heimspek- islega við sjálfan sig. ^l’að er við því að búast, að slórkosllegum gæð- um fylgdi smá óþægindi. Ef þessi gullna snerting er ekki verð þess að leggja augun í sölur fyrir hana, þá er hún þó þess verð, að leggja nokkur pör af gleraugum í sölurn- ar. Mín eigin augu gela dugað mér lil venjulegs brúks, og Gullbrá litla

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.