Unga Ísland - 01.10.1916, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.10.1916, Blaðsíða 4
76 UNGA ÍSLAND »Ó, barnið mitt, barnið mitt«, æpti Midas, og engdist af hugarangri. »Eg vildi ekki gefa litla péturssporið í hökunni á henni fyrir vald til að breyta öllum jarðarhneltinum í gull«. bÞú ert vitrari en þú varst, Midas konungur«, sagði gesturinn, og leit alvarlega á hann. »Eg sé að hjartað i þér hefir ekki verið orðið alveg að tómu gulli. Ef þar hefði ekki verið neitt mannlegt eftir, þá væri nú kom- ið í ónýtt efni fyrir þér. — En þú virðist enn þá geta skilið það, að algengustu hlutir, sem allir geta veitt sér, eru meira verðir, en auðurinn, sem svo margir þrá og berjast fyrir. Segðu mér nú, hvort það er einlæg löngun þin, að losna við gullgerðar- valdið?« »Eg hata það«, sagði Midas. P'iuga settist á nef konungi, en féll jafnskjótt dauð til jarðar; því hún hafði orðið að gulli. Það fór hrollur um Midas. »Farðu þá«, sagði gesturinn, »og veltu þér í læknum, sem rennur um garðinn þinn. Taktu líka vatn úr þessum læk og skvettu á hvaða hlut, sem þú vilt hreyta aftur úr gulli og í upprunalegt eðli sitt. Ef þú gerir þetta með einlægum huga, þá má vera, að þú getir bætt úr bölinu, sem á- girnd þín hefir valdið«. Midas laut djúpt, en þegar hann rétti sig aflur, þá var gesturinn dýrð- legi horfinn. í*að gefur að skilja, að Midas beið ekki boðanna. Hann þreif leirkönnu (sem auðvitað varð að gulli) og þaut af stað ofan að læknum. Hann fór stystu leið, og tróð sér á milli trjánna, og var undravert að sjá hvernig laufin gulnuðu, hvar sem hann lagði leið sína, eins og haustið væri þar en hvergi annarstaðar. Þegar Midas kom að læknum, henti hann sér endilöng- um ofan í vatuið, án þess að taka af sér skóna, hvað þá meira. (Frh.) Villi > inlíí. Eftir R. Kipling. (B. Á. þýddi lauslega). Sagan gerist á Indlandi. ------ (Frh.). »Þykir þér vænt um þessa stúlku?« sagði Villi. »Já sagði Rauðkollur«. »Vænna en þér þykir um Fríðu og Billu og mig, en það er dálitið öðru vísi«. Sjáðu nú til. »Ég ætla að gift- ast Aldísi, og þá búum við saman eins og hann pabbi þinn og hún mamma þín«. »Jæja þá svona er það« sagði Villi. »Ef þér þykir svona vænt um hana, þá segi ég það engum. En nú verð ég að fara. Rauðkollur fylgdi geslinum lil dyra og klappaði á herðarnar á honum um leið og hann kvaddi hann og var þess full- viss að leyndarmálið væri vel geymt. Villi var ekki vanur að gefa Aldísi meiri gælur en öðrum stúlkum, en eftir þetta atvik fór hann að taka meira eftir henni og velta henni fyrir sér í huganum. Og enn var hann að velta því fyrir sér, hvernig gat staðið á því, að Rauðkollur kysli hana. Hún var ekki nærri því eins fögur eins og mamma hans. En nú var hún eign Rauðkolls og þess vegna sómdi sér nú ekki annað en um- gangast hana með virðingu, alveg eins og sverðið hans eða byssuna, sem hvorttveggja var gljáandi fagurt og hinir virðulegustu hlutir. — En þetta, að vita sig bera leyndarmál þess mans, sem hann mest virti, hafði þær afleiðingar að hann var óvenju- lega siðprúður í nærri 3 vikur. En þá braust hinn gamli Adam út að nýju og gerði það sem hann kallaði sléttueld í þurru grasinu í garðinum. Hvernig gat hann líka vitað það fyr- ir, að neistarnir úr bálinu bærust í heystakkinn svo hann auðvitað brann líka til kaldra kola, en í honum var

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.