Unga Ísland - 01.03.1918, Síða 3

Unga Ísland - 01.03.1918, Síða 3
UNGA ÍSLAND 19 barn. Það skaltu taka og drekkja þvi í fyrsta pollinum, sem verður á vegi þínum. Þú skilur hvað eg á við? Ef þú gerir ekki eins og eg mæli fyrir, læt eg drekkja þér sjálfum, þú þekkir mig og veist, að eg er vanur að efna orð mín«. Hirðmaðurinn varð óttasleginn. Hann brá við, tók körfu til að bera í barnið og skundaði til skógar. — Hann galt fjárhæðina, tók við mun- aðarleysingjanum og fór að svipast eftir á eða vatni, þar sem hann gæli drekt honum. Ekki var neitt stöðu- vatn á leið hans, en djúpt og straum- hart fljót og brú yfir. Hirðmaðurinn gekk út á miðja brúna, íleygði körf- unni með barninu í fossandi straum- iðuna, — og hraðaði sér siðan sem mest hann mátti til konungs, til þess að skýra lionum frá, að boði hans væri fullnægt. »Eg óska þér góðrar ferðar tengda- sonur!« mælti kóngur, þegar hann liatði heyrt frásögn hirðmannsins, og þá fyrst lét liann svo litið, að fara og líta á litlu dóttur sína. — En drengurinn litli hafði ekki druknað eins og kóngur bjóst við. Straumurinn hafði borið körfuna til strandar. Par feslist hún í sefinu og þarna svaf piltur sætl og vært líkt og ef móðir hans liefði setið hjá vöggunni og kveðið yfir honum. Fiskimaður nokkur, er þar var í nánd að bæta net sin, sá körfuna bera að landi og lék hugur á að vita, hvað í henni væri. Hann fór til, leit ofan í körfuna, tók hana og færði konu sinni og mælti: »Lítlu nú á kona, hvað áin hefir fært okkur. í*ú hefir oft óskað þess, að þú ættir son. Geturðu nú óskað þér, að eiga yndislegra barn en þetta, sem blund- ar í körfunni þeirri aina?« Konan klappaði saman lófunum af ánægju. »Við tökum barnið að okkur og ölum það upp eins og okkar eigin eign, eða er það ekki? Svo skýrum við drenginn Flóðrekk, þvi að áin hefir fært okkur liann«. — — — — Tíminn leið og ungbarnið varð fulltíða maður, og svo fríður og glæsi- legur, að enginn jafnaðist á við hann i nálægum héruðum, að fegurð og styrkleik. Fá bar svo til dag nokkurn, að kóngurinn var einn á ferð um ríkið. t*á var sumar og hitatíð. Hann átti leið fram hjá kofa fiskimannsins, stöðvaði þar hest sinn og bað um að drekka. Flóðrekkur bar honum könnu með köldu vatni. Meðan kóngur var að drekka virli hann fyrir sér hinn unga mann og glæsilega og mælti við fiskimanninn um leið og hann rétti frá sér tóma könnuna: »þarna hefurðu frítt og vasklegt ungmenni. Er þelta sonur þinn?« »Já, og ekki já«, svaraði fiskimað- urinn. »Fyrir tuttugu árum fundum við liann í körfu á fljótinu og tókum hann að okkur eins og við ættum hann sjálf«. Kóngurinn varð náfölur, því að hann grunaði þegar, að þetta væri pillurinn, sem hann taldi sig hafa af dögum ráðið. Hann lét þó sem minst á þvi bera og mælti: »Mig vantar sendimann heim til hallarinnar, en enginn hirð- manna minna er hér nærstaddur. Getur ungi maðurinn hlaupið fyrir mig?« »I3að gelur hann, yðar hátign«, svaraði fiskimaðurinn, »hann er jafn fóthvatur og minnugur eins og hann er fríður«. Fá tók kóngur upp vasabókina sína og skrifaði drotningu sinni:

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.