Unga Ísland - 01.03.1918, Síða 7

Unga Ísland - 01.03.1918, Síða 7
UNGA ÍSLAND 23 Ári síðar sat Telaskó eitt kvöld heima i kofa sinum. Úti var þreif- andi myrkur og hellirigning. Hann heyrði að drepið var á dyr. Hann lauk upp hurðinni. Úti fyrir dyrum stóð maður holdvotur frá hvirfli til ilja. Komumaður baðst gistingar. Kvaðst hann hafa verið á dj’raveið- um en vilst í skóginum. Telaskó þekti að þetla var sami bóndinn, sem liafði úthýst honum árið áður. Hann var fyrst í vafa um hvað gera skyldi, en afréð þó að hýsa gestinn, og bauð honum inn. Hann bað konu sína að bera mat fyrir hann, draga af honum vosklæðin og breiða síðan dýrafeld á gólfið, sem hann gæti hvílt sig á yfir nóttina. Morguninn eftir fylgdi Telaskó gesti sínum á rétta leið og sagði við hann áður en þeir kvöddust: »Eg veitti þér húsaskjól í nótt og gaf þér bæði mat og drykk. Manst þú eftir manninum, sem kom til þín í fyrra, og grátbændi þig um það, sem eg nú hefi veitt þér, en þú út- hýstir lionum miskunnarlaust. Eg var maðurinn. Nú hefði eg getað hefnt mín á þér. En það sem þú hefir lært sem kristinn maður, og þú hefir nú gleymt, hefir náttúran gróðursett í hjarta mínu. Vita skaltu það, krislni maður, að meðal þeirra manna, sem þú kallar liundheiðna, er til gestrisni og miskunnsemi gagnvart þeim, sein bágt eiga. Og næst þegar einhvern ber að garði þínum og beiðist gist- ingar, þá minstu þess hvernig eg hefi breylt við þig, og láttu hann ekki synjandi frá þér fara«. Að svo mæltu lók Telaskó í hendina á gesti sínum og sneri heimleiðis. Grafreitur skrimsla. Þegar komið er inn í stóru nátt- úrugripasöfnin í New York og öðr- um stórborgum í Bandarikjunum, þá verður mörgum starsýnt á risavaxn- ar beinagrindur, sem hanga þar neð- an í loftinu. Þessar beinagrindur eru af dinosaurus og skrímslum, sem lifðu fyrir þúsundum ára, löngu áður en nokkurt mannlíf var til á jörðunni. Hvergi í heimi hefir fundist jafn- mikið af leifum þessara dýra og í austurhluta Utah-ríkis. Ræður stjórn Bandarikjanna yfir þessu svæði. IJarf að fá sérstakt leyfi hjá henni til að grafa þar upp steingervinga. Fær eng- inn að grafa þá upp nema þeir, sem vinna fyrir stór náttúrugripasöfn. Eru það vísindamenn, sem vinna að því með þrautseigju, og grafa upp og festa saman steingervinga, sem geta gelið glögga þekkingu á dýralífinu, sem lifði á jörðinni, þegar lögin, sem þau finnast i, voru að myndast. Carnegie-safnið í Pittsburg liefir látið starfa að því á síðustu árum að safna steingervingum á þessum stöðvum. Earl Douglass háskólakenn- ari fann þennan forsögulega (prehi- storic) grafreit. Liggur hann fáar mílur frá þorpinu Vernal. Douglass hafði heyrt, að bændurnir fyndu stundum slór bein, þegar þeir væru að plægja akrana. Hjarðmenn og veiðimenn höfðu einnig rekist á þau. (Frh.) <a Heilabrot. GÁTUR. 1. Hvaða hani segir besl til veðra- hrigða?

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.