Unga Ísland - 01.06.1918, Blaðsíða 1

Unga Ísland - 01.06.1918, Blaðsíða 1
G. blað. Reykjavík, júní 1918. 14. ár. ^efdýrið. Þefdýrið (fúlhundurinn) er af marð- arkyninu. Það er dökt að lit með livítum röndum. Kroppurinn ergrann- ur og fæturnir skammir með stórum og sterkum klóm, trýnið Iangt og rófan löng og loðin. Þefdýrin eiga heima víðsvegar i Ameríku. Þau halda sig í skóglendi. A daginn dvelja þau í holum í trjám, en þegar fer að kvölda fara þau á kreik. Þau eru fjörug og skjót í lireyfingum. Þau lifa aðallega á ormum, skordýrum, fuglum og spen- dýrum og lítið eilt á berjum og jurla- rótum. Það er einkenni allra marðarteg- unda, að af þeiin leggur óþef, en.mjög mismikinn, en af engu dýri leggur aðra eins ólykt eins og þefdýrinu. Það hefir stóra kirtla er mynda vökva, sem óþefinn leggur af. Dýrið nolar þennan vökva á þann hált, að þegar það sér óvin nálgast, þá sprautar það vökvanum á hann. Vöðvar þrýsta kirtlinum saman af svo miklu afii að vökvinn spýtist oft marga metra. Sá sem verður fyrir skoli fúl- hunds, er útlægur gjör úr mannahí- býlum. Þar sem hann kemur inn fyrir húsdyr, verður ólíft fyrir óiykt. Vörur, klæðn- aður og alt sem ætilegl cr eyðilegst af ó- þefnum, og þarf ekki snermgu til þess. Þessi vökvi er bitr- asla vopn fúl- hundsins, gegn allskonar árásum ó- vina sinna. Rlóðþyrslir kettir áræða ekki að koma nærri dýrinu. Þrek- miklir hundar og áræðnir ganga þó stundum gegn óþefnum og eru þef- dýrinu skeinuhættir. Oþefinn af þessunr dýrum leggur langar leiðir, og sá er kernur nærri þeim gelur læpast andað fyrir ólykt, og líður oft illa lengi á eftir. Ef þessi vökvi keinur í augun er mikil hælta

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.