Unga Ísland - 01.06.1918, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.06.1918, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 43 »Sú er orsök þess að höggorms- ókind ein heflr vafið sig um rætur trésinsr Ef hann er feldur og hlúð að trénu, þá mun það aftur bera ávöxtu, sem áður. En eg er lúinn og þarf að sofa«. Enn sofnaði sólin. Þá lók móðir hennar þriðja hárið. En þá lá við að hinum langþreytta röðli rjmni í skap. Og hefði einhver annar en móðir hans vakið hann í þriðja sinn, þá hefði sá ekki þurft um að binda. »Hversvegna lofarðu mér ekki að sofa í friði?« mælti hann reiðulega. »Þú veist þó víst að eg verð að rísa árla úr rekkju og hefja daggöngu mína«. »Ó, eg veit það alt saman sonur minn, en eg ræð ekki við þelta drauma- rugl. En ef þú hlustar nú á mig í þetta sinn, þá skal eg gæta þess að sofna ekki aftur og vaka yfir þér þangað til í fyrra málið svo að eng- inn geri þér ónæði«. Þá blíðkaðist Drifandi aftur og móðir hans hraðaði sér að segja honum söguna af ferjumanninum, sem vissi ekki hvernig hann gæti fengið lausn frá starfi sinu. »Hann þarf ekki annað en fleygja árunum i fyrsta manninn, sem vill fá flutning yfir vatnið. Svo hleypur ferjumaðurinn leiðar sinnar. En þá er hinn tilneyddur að verða þar á- fram í stað hans. En nú veistu lík- lega það sem þig langar til. Ef lil vill veistu samt ekki, hversvegna eg þarf að fara venju fremur snemma á fætur á morgun. Það er af þvi að eg þarf að þerra tár ungrar konu. í höllinni i hinu fjarlæga landi, Iangt langt i auslri, situr ung konungsdóttir og syrgir. Hún grætur daga og næt- ur, af því að faðir hennar hefir sent elskuhuga hennar, kolamannssoninn, lil þess að sækja þrjú gullhár af höfði mínu, Það er einkennilegt að þið skulið gleyma þvi, að eg er sá sem veit alt og sé alt«. Síðan lagðist sólin til svefns í fjórða sinn, en nú fékk liún að sofa alt til morguns óáreitt. Þá kvaddi yndislega fagurt sólbarn móður sína og sveif út um hallargluggann gegnt þeim sem það hafði komið inn um kvöldinu áður. [Framh.] Yeislunóttin. Þvottabjörninn labbaði seinlega heim af næturveiðum. Hann gekk ekki nema fáein spor milli þess sem hann settist niður. Hann sat tein- réttur og skygndist f kring um sig, alveg eins og björninn frændi hans er vanur að gera. Hann stóð upp og gékk fáein spor, þangað til hann kom að grein, sem vakti eftirtekl hans. Hann greip um hana með löppunum, og sneri henni eins hag- lega og lagvirkasti maður. Hann þef- aði af greininni með nákvæmri eftir- tekt, eins og hann væri að leita frétta úr skógarheiminum með lykt og þreifingu. Þegar hann kom að rótum trésins, sem hann átti heima í, þá var dag- urinn að senda fyrstu geislana inn í laufþyknið og gylti það hér og hvar, þar sem þvi var greiðastur gangur. Býflugurnar siiðnu voru að vakna og suðuðu yfir höfði bangsa. Hann nam staðar og horfði til baka á leiðina sem hann hafði komið, eins og þessi gamal kunna suða hefði mint hann á hunangslyktina sem hann hafði fundið úr holu greininni, sem hann fór fram hjá. En það hafði verið of bjart, til þess að rannsaka hana því að býflugurnar voru að fara á kreik.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.