Unga Ísland - 01.03.1919, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.03.1919, Blaðsíða 3
UNGA ISLAND 19 börnin frjettu þetta ekki!« andvarp- aði hún þegar hún rölti um fjósið. Börnin skrifuðu henqi stöðugt og háðu hana að koma til sín, en hún vildi það ekki. Hún vildi ekki sjá landið, sem hafði tekið þau frá henni. Henni \'ar illa við það. sÞað er sjálfsagt heimska, að mjer skuli ekki þykja vænt um það land, sem hefir reynsl þeim vel,« sagði hún. »En jeg vil ekki sjá það.« Ilún hugsaði aldrei um annað en börnin, og þetta, að þau fóru burtu. Þegar sumarið kom, teymdi hún kúna á beit út á stóru mýrina. Sjálf sat hún liðlangan daginn við mýrarrönd- ina, með hendurnar í kjöltunni, og þegar hún gekk heim, sagði hún: »Sjáðu, Reyður, ef hjer hefðu verið stórir og frjósamir akrar, en ekki þessi óræktarmýri, þá hefðu þau ekki þurfl að fara.« Hún var gröm mýrinni, sem breidd- ist yfir stórt svæði og var einskis nýt. Hún sagði að mýrin ætti sök á því, að börnin fóru frá henni. Þetta siðasta kveld hafði hún verið venju fremur óstyrk og þreytuleg. Hún hafði ekki einu sinni getað mjólk- að. Hún stóð álút í básnum og talaði um að tveir bændur höfðu komið til hennar og viljað kaupa mýrina. Þeir ætluðu að þurka hana upp og rækta svo korn á henni. Við þetta varð hún bæði hrædd og glöð. »Heyrir þú, Reyður?« sagði hún, »heyrir þú; þeir sögðu að það gæti vaxið korn á mýrinni. Nú skrifa jeg börnunum að þau skuli koma heim. Nú þurfa þau ekki að vera í ókunnu landi lengur; nú geta þau fengið nóg að lifa af hjer heiina«. Hún hafði gengið inn í stofuna til þess að framkvæma þetta. Drengurinn heyrði ekki meira af þvi, sem gamla kýrin sagði. Hann opnaði dyrnar og gekk yfir hlaðið, til hinnar framliðnu, sem hann hafði nýlega verið svo hræddur við. Fyrst stóð hann stundarkorn kyr og leit í kringum sig. Það var ekki eins fátæklegt í stof- unni og hann hafði búist við. Hún var vel búin að ýmsum þeim mun- um, er menn oftast senda ættingjum sínum frá Ameríku. í einu horninu var amerískur ruggustóll, á borðinu undir glugganum var mislitur ílos- dúkur. Yfir rúmið var breidd falleg ábreiða. Á veggjunum hjengu myndir fjarlægu barnanna og barnabarnanna, i snolrum, útskornum römmum. Á dragkistunni stóðu stórir vasar, og nokkrir stjakar með gildum, snúnum kertum. Drengurinn leitaði að eldspítnastokk og kveikti á kertunum. Hann þurfti ekki birtunnar, en hann gerði það i virðingarskyni við hina framliðnu. Síðan gekk hann til hennar, lokaði augum hennar, lagði hendur hennar í kross á brjóstinu og strauk þunna, gráa hárið frá andlitinu. Honum datt ekki lengur í hug að óttast hana. Hann var svo innilega hrj'ggur yfir því, að hún hafði orðið að lifa elliárin í einveru og þrá. Nú ætlaði hann að minsta kosti að vaka yfir andvana líki hennar þessa nótt. Hann leitaði að sálmabókinni, sett- ist niður og las nokkra sálma í hálf- um hljóðum. En í miðjum upplestr- inum þagnaði hann, því að hann hafði minst foreldra sinna. Foreldrar geta þá þráð börnin sín svona! Lífið getur verið sama sem úli þegar börnin eru farin. Að hugsa sjer, ef þau heima þráðu hann eins sárt og þessi gamla kona hafði þráð. Sú hugsun gladdi hann, en hann þorði ekki að leggja trúnað á hana. Hann hafði ekki verið svo, að nokk- ur gæti þráð hann.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.