Unga Ísland - 01.03.1919, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.03.1919, Blaðsíða 8
24 UNGA ÍSLAND hvort jeg mátti segja frá því. Jeg las það meðan pabbi vár að drekka kafíið.« Stúlkan leil upp. Nú fyrst skildi hún Önnu. Hún var að reyna til þess að gléðja hana, ókunna og vandalausa. Og hún vildi leggja svona mikið í sölurnar. Hún gerði það, sem hún óttaðist að væri þó ekki alveg rjett. Alt þetta vildi hún vinna til þess að hugga hana. Anna náði takmarki sinu betur en hún vissi sjálf. Stúlkan var ekki að hugsa um prófið. Hún vissi að það hafði gengið slysalaust. En hún hafði fengið sorgarfregn um daginn. Því sat hún einmana og þráði hluttekn- ingu. Henni ljetti um hjarta við hlý- leik litlu stúlkunnar. Nú er Anna orðin stór. Öllum þykir vænt um hana, sem þekkja hana. Liklega liefir hún nú gleymt þessu alviki. En stúlkan, sem liún talaði við, man það því betur. Og hann, sem gleymir engu góðu verki, man það best. II. Marsi var fæddur og upp alinn í sveit. Hann kyntist hrossum, kúm og kindum þegar hann komst á fót. Þótti honum snemma vænl um dýrin og var þeitn góður. Þegar Marsi var að lesa kverið sitt, sat hann úti í fjósi. Þar var hlýtt og næðissamt og gott að vera þar. Einu sinni sem oftar fór hann út í fjós með kverið sitt. Hann gekk upp í auðan bás og varð litið ofan i valnstunnu, sem stóð þar. Þá sá hann ofurlitla mús á sundi í tunnunni. Hún hafði dottið ofati i hana, en komst ekki upp úr aftur. Hvað átti Marsi nú að gera? Sjálf- sagt var að bjarga litla saklausa dýrinu. Hann gat ekki tekið músina með höndunum. Ekki varð hann samt ráðalaus. Hann sótti spítu, lagði hana á ská frá yfirborði vatnsins upp á tunnubarminn. Músin gekk upp eftir spítunni, og hljóp svo í liolu sína. Marsi tók kverið sitl. Honum var venju fremur Ijett um að læra. V. G. Smávegis. SKRÍTLUR. Karlinn (í rjettinni): Hjerna er ær, sem hún móðir þín á, eða ertu ekki sonur hennar? Strákurinn: Ónei, ekki er það nú, en hún á samt kindina. Kennarinn: Árnar í Hollandi eru lygnar og djúpar, svo að hægt er að fara eftir skipum á þeim. Bóndi: Hvað er þella, drengir; ælli þið báðir að tvímenna á hestinum? Drengur: Nei, ekki nema annar. núro\/ornrlurinn ræöh' dýraverndiiuai-málið og UytdVctdUdtirin nytm. dýrasögur. Sex arkir á ári, vcrð 1 kr. Mynd i hverju blaði, þcgar koslur cr. — Ctgefandi: DýraverndunarQelag íslands. — Afgreiðsla: Laugavegi C3, Reykjavik. — Dtsölumenn fá fimta liverl eintak i sölulaun. :: :: ;: :: Útgefendur: Steingr. Arason °g „Skólafjolag Kennaraskólans“. Ritstj.: Viktoría Gnðmnndsdóttir. Utanáskrift blaðsins (ritstjóra og af- greiðslumanns) er: Ungjtt ÍHland, Box 3S7, Kenuai'askóliuii, Reybj avíb. l'rentsmiðjan Gutonberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.