Unga Ísland - 01.08.1919, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.08.1919, Blaðsíða 3
UNGA ISLAND 59 Líkaminn verður fagur, beinvaxinn, liðugur, sterkur og heilbrigður, lund- in verður ljett og glöð, viðmótið þýtt, hreyfingarnar eðlilegar og fljótar og hugsunin skörp og skjótráð, aug- un skær og yfirliturinn heilsulegur. Því er ver, að við sjáum of oft sorgarsjónir: Þunglamalegar húðar- jálkshreyfingar og hálfbrostin augu og það meðal ungmennanna sjálfra, þar sem »sígarelturnar« og annar ó- þverri hafa strokið burtu alt fjör- bragð og heilsuroða með bleikum banafingrum. Þannig má ekki unga ísland líta út í framtíðinni. Munum, að það verður eins og við gerum það. S. A. Fiðrildið sem stappaði. Eftir Rudiard Kipling. Þegar Salómon konungur heyrði þetta, fór hann að hlæja og gleymdi níu hundruð níutíu og níu konunum. Hann hló svo dátt að skruminu í fiðrildinu, að kamfórutrjeð hristist. Hann rjelti út fingurinn og sagði: »Litli karl! komdu hjerna«. Fiðrildið varð dauðhrætt, en gat þó með naum- indum flögrað upp að hönd Salómons. Þar settist það og blævaði sjer með vængjunum. Salómon beygði höfuðið og hvíslaði undurlágt og þýðlega: »Litli karl, þú veist það mikið vel sjálfur, að þú gætir ekki svo mikið sem beygtlaufblað, með því að stappa niður fætinum. Hvað kom þér til að segja konunni þinni þessa fjarstæðu. t*ví vafalaust hefir það verið konan þín, sem þú varst að tala við. Fiðrildið leit upp á Salómon, og augu hins vitra konungs tindruðu eins og stjörnur á frostnóttu. Það veif- aði vængjum, lil að herða upp hug- ann, lagði undir flalt og sagði: »Ó, konungur! lif þú að eilífu. Hún er konan mín, en þú veist hvernig kon- urnar eru. Og einhver ráð verður maður að finna upp, til þess að hafa hemil á þeim. Hún var nú búin að hnakkrifast við mig allan morguninn, og eg sagði þetta bara til þess að reyna að þagga niður í henni«. »Eg vildi að þér lækist að þagga niður i lienni«, sagði Salómon kon- ungur. »Farðu nú aftur lil hennar«, og látum okkur sjá hvað hún segir«. Fiðrildið flaug nú aftur til konu sinn- ar. Hún hafði falið sig á bak við laufblað og skalf þar eins og hrísla. »Hann heyrði til þin«, sagði hún. »Salómon konungur sjálfur heyrði til þín«. »Auðvitað heyrði hann til mín«, sagði fiðrildið. »Eg ællaðist til þess«. »Og hvað sagði hann, livað sagði hann ?« Fiðrildið blævaði sjer mjög borgin- mannlega og sagði: »Okkar á milli, góða mín. Blessuð þú segir það engum. Eg get sannar- lega ekki láð honum, höllin hans hefir kostað mikið og appelsínurnar eru rjett að kalla þroskaðar. — Hann bað mig að stappa ekki, og eg lofaði honum, að eg skyldi ekki gera það. »Mikil undur og skelfing«, sagði konan hans og bærði nú ekki á sér; en Salómon konungur hló að ósvífn- inni í fiðrildisanganum, þangað til tárin runnu niður kinnarnar á hon- um. Balkis hin fagra stóð á bak við trjeð hjá liljunum og rósunum. Hún brosti með sjálfri sjer að öllu, sem fram

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.