Unga Ísland - 01.08.1919, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.08.1919, Blaðsíða 4
60 UNGA ÍSLAND hafði farið. Henni datt í hug, að ef hún væri nú nógu vitur, þá væri ekki vonlaust um, að hún gæti hjálpað konungi í vandræðum hans. Hún rétti út íingurinn og lrvíslaði blíðlega að kvenfiðrildinu: »Litla frú! Ivomdu hjerna til mín«. Fiðrildið varð voða hrætt og flaug upp og settist á drifhvítu höndina á Balkis. Balkis beygði höfuðið fagra og hvíslaði: »Trúir þú því, sem maður- inn þinn var að segja?« Kveníiðrildið leit upp á drolning- utia og sá augu hennar ljóma eins og hylji í stjörnuskini; hún herti upp liugann með báðum vængj- um og sagði: »Ó, drotning, lengi megi vegsemd þín vara. Þú veist hvernig karlmennirnir eru«. Og drotningin af Seba, hin vitra Balkis beil á vörina, til þess að leyna brosinu. »Já, litla systir«, sagði hún, »eg þekki þá«. »Þeir reiðast af engu«, sagði kven- firðildið og veifaði vængjunum ólt og títt. »En við verðum að reyna að geðjast þeim, þeir meina ekki helm- inginn af því sem þeir segja. Og ef maðurinn minn hefir gaman af að trúa því, að eg trúi að hann geti lát- ið höll Salómons hverfa, með því að stappa niður fætinum, þá er hans gaman ekki of mikið, sama er mjer. Hann verður búinn að gleyma öllu saman á morgun«. »Systir góð«, sagði Balkis. »Þelta er alveg satt sem þú segir. En næst, þegar hann fer að gorta, þá taktu hann á orðinu. Biddu hann að stappa og vittu hvernig fer. Við förum nærri um hvernig karlmennirnir eru. Eg spái því, að hann skammist sín nið- ur í hrúgu«. Kvenfiðrildið ílaug burt og seltist lijá manninum sínum og eftir fimm mínútur voru þau farin að rífast hálfu meira en áður. »Mundu«, sagði fiðrildið, »mundu hvað eg get gert, ef eg stappa niður fætinum«. »Heldurðu að eg trúi þessu«, sagði kvenfiðrildið. »Mjer þætti gaman að sjá þig gera það«. »Eg lofaði Salómoni konungi að gera það ekki«, sagði fiðrildið, »og eg vil ekki svíkja það sem eg lofa«. »Það mundi víst ekki saka, þó að þú gerðir það«, sagði kona hans. Þú gætir ekki svo mikið sem beygt lauf- blað með þvi að stappa. Eg mana þig að gera það. Stappaðu, stappaðu, stappaðu«. Frh.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.