Unga Ísland - 01.08.1919, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.08.1919, Blaðsíða 7
UNGA ISLAND 63 í smáparta. Kóngur hjelt, að þaðan kæmi stráksi ekki heldur, ef hann yrði lældur þangað. En stráksi hjelt af stað. Hann tók með sjer nestispokann, kvistótta og kræklótta furukylfu, öxi, fleyg, nokk- ur blys og strákgrey, sem var niður- setningur þar í kóngsbúinu. Þegar hann kom að mjóddinni, vall áin fram, straumhörð sem foss og með miklum jakaburði. En stráksi fór út í, gætti vel að hvar hann steig og komst svo loks yfir. Þegar hann hafði vermt sig og rnatast, ætlaði hann að sofna. En ekki leið á löngu, áður en þar kom hark og hávaði, eins og alt ætlaði um koll að keyra. Dyrnar fleygðust upp á gátt og stráksi sá ekki annað en gapandi kjaft frá gólfi til lofts. »Þarna hefirðu tuggu, töglaðu hana«, sagði stráksi og kaslaði sveita- drengnum í ginið. «Hver ertu annars? Þekki jeg þig nokkuð?« Svo reyndist það, því að þelta var sá gamli. Tóku þeir nú að spila, því að Kölski vildi reyna að vinna af stráksa aftur einhvern hluta þess, sem hann hafði kúgað af gömlu mömmu, þegar hann kom til hennar með skuldakröfu kóngsins. En stráksi vann nú samt, því að hann hafði merkt öll góðu spilin með krossi. Og að síðustu varð kölski að láta stráksa fá alt það gull og silfur, sem var þar í höllinni. Frh. Helen Keller. (Ameríkanskur rithöf. fædd 1880). Helena eignaðist marga vini. Ymsir af þeim, sem hún liafði brjefaskifti við, voru víðfrægir menn. Eftirfar- andi lýsingu hefir hún sjálf skrifað af fyrstu kynningu sinni við Dr. Holmes’), »Jeg man vel eftir því, þegar jeg hitli Dr. Oliver Wendell Holmes í fyrsta skifti. Hann hafði boðið okkur ungfrú Sullivan að heimsækja sig eitt sunnudagskvöld. það var snemma um vor, stuttu eftir að jeg var búin að læra að tala. Okkur var slrax vísað inn í bókasafnið hans. Par sat hann í stórurn hægindastól við opið eldstæðið og skíðlogaði þar. Var hann að hugsa um horfna daga, sagði hann okkur, og hlusta á árnið »Charles elfar«1 2), bætti jeg við. »Já, við það fljót eru margar minningar bundnar«, sagði hann. Jeg fann sterka lykt af leðri og lakki og rjeð jeg af því, að herbergið væri fult af bókum. Mjer varð ó- sjálfrátt að rjetta út hendina, og varð fyrir mjer Ijóðabók Tennysons í feg- ursta skrautbandi. Ungfrú Sullivan sagði mjer hvaða bók það var. Jeg fór að hafa yfir kvæði, sem jeg kunni. »Gnauða þú sær á grýttum fjörusöndum«, en jeg hælti snögglega, því að jeg fann tár falla á hendina á mjer. Jeg hafði komið gamla ástkæra skáldinu lil að tárfella, og varð hverft við. Hann ljet mig setjast í hæginda- stólinn og kom svo ineð marga Ijóm- andi fallega hluti handa mjer, til að skoða. Eftir beiðni hans hafði jeg yfir kvæðið »The chambered Nau- tilus«3). Jeg kunni það utanað, og var það uppáhaldskvæðið mitt. Jeg hitti Dr. Holmes oft eftir þetta, og lærði að elska manninn ekki síður en skáldið«. Sluttu eftir þessa heimsókn ritaði 1) Araeríkanskt stórskáld (1809—1894). 2) Eitt af bestu kvæðum skáldsins. 3) Petta kvæði er að skáldsins eigin dómi hið besta, er liann hafði kveðið.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.