Unga Ísland - 01.08.1919, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.08.1919, Blaðsíða 8
64 UNGA ÍSLAND Helena eftirfarandi brjef til Dr. Holmes: South Boston, Mass., 1. mars 1890. Kæra skáld! Jeg liefi hugsað um þig oft og löngum, síðan sunnudaginn inndæla, þegar jeg kvaddi þig, og nú ætla jeg að skrifa þjer brjef, af því að mjer þykir svo vænt uin þig. Mjer þykir svo leiðinlegt að þú skulir ekki eiga nein lítil börn, til þess að leika þjer við af og til; en jeg beld að þjer líði samt ósköp vel bjá bókunum þínum og mörgu, mörgu vinunum. Hjer var fjöldi af gestum á afmæl- isdegi Washingtons; komu þeir til að sjá blindu börnin. Jeg las fyrir þá mörg af kvæðunum þínum og sýndi þeim ljómandi fallegar skeljar, sem komu frá lítilli eyju nálægt Palos. Jeg er að lesa ósköp sorglega sögu, sem heitir »Lilli Jakey«. Jakey var yndislegasti drengur, sem bægt er að hugsa sjer, en hann var fátækur og blindur. Jeg hafði þá hugmynd, þegar jeg var lítil og kunni ekki að lesa, að allir menn væru altaf hamingjusamir, og svo þótti mjer svo fjarska leiðin- legt að heyra um sorgir og sársauka, en nú veit jeg, að við gætum aldrei lært að vera hugrökk og þolinmóð, ef ekkert væri til í heiminum nema gleði. Jeg er að lesa um skordýrin; jeg liefi lært mikið og margt um íiðr- ildin. Þau gefa okkur ekki hunang eins og býflugurnar, en mörg af þeim eru eins falleg og blómin, sem þau sitja á, og þau auka á gleði litlu barnanna. Þau lifa inndælu lí fi, fljúga blóm af blómi og drekka hun- angsdöggina og kvíða engu. Þau eru alveg eins og litlu piltarnir og stúlk- urnar, sem gleyma bókum og námi og þjóta úl í skóg og graslendi, til að safna viltum blómum, vaðá út í tjarnirnar eftir vatnasóleygjum og eru glöð í sólskininu. Ef hún litla systir mín kemur til Boston í júni nk., viltu þá lofa mjer að koma með hana, henni þætti svo gaman að sjá þig? Hún er yndislegt barn, jeg er viss um að þjer mundi þykja vænt um hana. Nú verð jeg að kveðja skáldið mitt góða, því að jeg þarf að skrifa brjef heim, áður en jeg fer að hátta. í*in litla elskandi vina Helen Keller. (Frh.). Samgönguvandræði valda því, að kaupbætirinn getur ekki komið að þessu sinni. Verður liann sendur við fyrsta tækifæri, öllum þeim sem þá hafa greitt andvirði blaðsins. AV. Hafið þjer gjörsl kaupandi að »Eimreiðinni<<? Unga ísland, barnablað með myndum. Kemur út einu sinni í mánuði í 4 blaða broti, og auk þess tvöfalt jólablað. Verð árg. er 2 kr., er borgist fj'rir júnilok ár hvert. Skilvísir kaupendur fá kaupbæti. núrnUPrnHarÍnn ræðil' dýraverndunarmálið og uyi avemaarinn nytur dýrasögUr. Sex arkir« ári, verð 1 kr. Mynd i liverju blaði, þegar kosíur er. — Utgefandi: Dýraverndunarf]elag Islands. — Afgreiðsla: Laugavegi C3, Reykjavik. — Ctsölumeim fá íimta livert eintak i sölulaun. :: :: ;: :: Útgefendur: Steingr. Arason Og ,,Skólafjelag Kenuaraskólaus“. Ritstj.: Steingr. Arason. Utanáskrift blaðsins (ritstjóra og af- greiðslumanns) er: Unga íslund, Box 337, Prenlsmiðjan, Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.