Unga Ísland - 01.05.1922, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.05.1922, Blaðsíða 3
tlNGA ÍSLAND ás verð þjer þakklát meðan jeg lifl, ef þú borðar hana hið bráðasta«. Kötturinn miðaði, tók svo stökk og hremdi músartetrið litla. »Ástar þakkir!« sagði konan. »Jafnvel fyrsti vinur okk- ar) hundurinn, getur ekki veitt mýs, eins og þú; þú hlýtur að vera stórvitur«. Konan hafði ekki fyr slept orðinu, en mjólkurbyttan, sem stóð við hlóðin, klofnaði niður úr, því að hún mintist áheitisins á köttinn. Þegar kon- an stökk niður af hlóðarsteininum, var kötturinn byrjaður að lepja spenvolga mjólkina. »Konaóvinarminsogmóðir!«sagðikött- urinn. »Það er jeg, — því að nú hefirðu blessað mig þrisvar. Nú get jeg drukkið volga mjólk þrisvar á dag um aldir alda, og þó er jeg enn í sjálfsmensku, og allir staðir mjer jafngóðir«. Konan brosti við, setti mjólkurskál fyrir kött- inn og sagði: »Kisa mín, þú ert eins skynug og maðurinn. En mundu það, að maðurinn og hundurinn hafa engu lofað þjer, og jeg þori engu að lofa um atgerðir þeirra, þegar þeir koma heim«. »það skiftir engu«, sagði kötturinn, »ef jeg má sitja hjer í hellinum við eldinn og fæ volga mjólk þrisvar á dag, þá gildir mig einu hvað maðurinn og hundurinn gera«. Pegar maðurinn og hundurinn komu heim um kvöldið, sagði konan þeim upp alla söguna, en kötturinn sat við hlóðirnar og brosti. Þá sagði maðurinn: »Ójá, en aldrei hefi jeg heitið á köttinn og enginn þeirra manna, sem eftir mig koma«. Þvínæst tók hann af sjer skóna, tók fram steinöxi sína, steinhaka og trjekylfu, raðaði þessum fimm hlutum á gólfið og sagði við köttinn: »Nú skal jeg gera mitt áheit. Ef þú lætur nokk- urn tíma af að veiða mýs, meðan þú dvelur hjer í hellinum, þá skal jeg kasta þessum fimm hlutum í þig, og það munu allir karlmenn gera eftir minn dag«. »Sei, sei!« sagði konan. »Kænn er kötturinn, en þó er maðurinn slungn- ari«. Költurinn taldi hlutina. Pótti hon- um þeir all ægilegir á að líta. »Jeg skal án afláts veiða mýs á meðan jeg á heima hjá ykkur«, sagði hann, »en samt er jeg að nokkru leyli í sjálfsmensku og sama hvar jeg er«. »Ekki þeg- ar jeg er nálægt«, sagði maðurinn. »Ef þú hefðir ekki sagt þessi siðustu orð, þá hefði jeg kastað burtu hlutun- um fimm. En nú skal jeg jafnan kasta þeim í þig, hvenær sem jeg sje þig og svo munu aðrir karlmenn gera eflir minn dag«. f*á tók hundurinn til máls: »Hinkrið ögn við. Engan samning hefir kötturinn gert við mig eða aðra hunda, sem koma eftir mig«. Dá ljet hundurinn skína í skjallhvítar vígtennurnar og hjelt áfram: »Ef þú ert ekki æfinlega góður við barnungann, meðan jeg bý hjer í hellin- um, skal jeg elta þig og bíta þig, og svo mun öllum hundum fara eftir minn dag«. »Sei, sei!« sagði konan. »Kænn er költurinn en skynugri er hundurinn«. Kötturinn taldi tennurnar í hundinum. Honum þótti þær ónotalega oddhvassar og sagði: »Jeg skal vera góður við barnið, meðan jeg er í hellinum, ef krakkinn dregur mig ekki á rófunni. Og þó er jeg enn kötturinn í sjálfs- menskunni og sama hvar jeg er«. »Ekki ef jeg er nálægt«, sagði hundurinn. »Ef þú hefðir sparað þjer þessi orð, þá myndi jeg hafa lokað munninum um aldir alda. En nú skal jeg elta þig yfir garða og girðingar hvenær sem jeg sje þig«.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.