Unga Ísland - 01.05.1922, Síða 5
GA ÍSLAND 37
ÍJN
er Akureyringar reistu Matthíasi
skáldi á áttræðisafmæli hans, 11.
nóv. 1915.
Það var fjelag kvenna á Akur-
eyri, sem kom upp þessum garði.
Var byrjað að vinna í honum
1911, og var hann því 10 ára
á s. 1. vori. Eins og
sýnir, er þar þegar kominn föngu-
legur trjágróður. A. Sigm.son.
Mállausir vinir.
Eftir S. Arason.
II.
Til eru margar tegundir sela; sumar
þeirra eru mjög stórar t. d. sæfílar suð-
urhafanna, aðrar eru mjög litlar. Allir
selir eru vel syndir. Fremri hreifana
nota þeir fyrir árar, svara þeir til handa
okkar og handleggja. Sund þeirra er
fagurt, og fljótir eru þeir með afbrigð-
um. Sjórinn er borðsalur þeirra og
skortir þar ekki fiskirjetti. En heimili
þeirra er á ströndum eyja og útskerja,
þar fæðast kóparnir og alast upp, þang-
að til þeir læra að synda.
Selurinn, sem hjer verður sagt frá,
er sá, sem mest er útbreiddur og liæg-
ast er að temja. Hann lifir í íshafinu
og finst alla leið suður i Miðjarðarhafi.
Hann er mjög vitur. Þar sem hann er
ekki ofsóttur, er hann mjög gæfur, kem-
ur jafnvel fast að bátum og til manna
uppi á ströndinni. Hann er hrifinn af
söng og hljóðfæraslætti og eltir stund-
um báta svo milum skiftir, ef verið er
að spila þar á hljóðfæri. I þorpinu Hoy
í Orkneyjum þyrpist oft fjöldi sela inn
í fjörðinn á sunnudögum, til þess að
hlusta á klukknahringinguna.
Tamdir selir eru mjög hlýðnir og
auðsveipir og geta lifað lengi, ef þeir
hafa nóg vatn, til þess að baða sig og
synda í, og fisk til átu. Þeir eru mjög
gefnir fyrir vinahót og vilja láta taka
eftir sjer og kjassa sig. Þeir koma eins
og hundar, þegar kallað er á þá með
nafni. Það er auðvelt að kenna þeim
ýmsar smá listir, og stundum hafa þeir
verið hafðir til sýnis.
Selir, sem nást mjög ungir, haga sjer
mjög heimamannlega. Þeir liggja mak-
indalega við eldinn og verma sig og
telja sig auðsjáanlega í flokki heima-
fólksins. Þeir eru mjög elskir að þeim,
er hirða þá og sýna þeim blíðu og
ástúð.
Til er sönn saga af sel, sem fylgdi
húsbónda sínum eins og hundur, át úr
hönd hans og lá við hlið hans, þegar
hann sat í sæti sínu. Hundur var á
heimilinu og tókst mikil vinátta meö
honum og selnum. Þegar einhver kom
inn, lyfti selurinn höfðinu og athugaði
hver það væri, en aldiei reyndi hann
að bíla gestina eða hunda þeirra.
Það var kalt og hvassviðrasamt, vet-
urinn eftir að selurinn náðist. Það var
því erfitt að ná í nægan fisk bæði handa
fólkinu og selnum. Hann þurfti mikið
að borða; var það ráð tekið að gefa