Unga Ísland - 01.05.1922, Side 7

Unga Ísland - 01.05.1922, Side 7
UNGA ÍSLAND 39 frá sér, — fyrir okkur börnunum. Ef einhver kom úr kaupstað, lagðist hann hjá farangrinum og gætti hans vandlega. Væri fólk við útivinnu og færi úr yfir- fatnaði, var Smali þar kominn, og var öðrum lítt fært að ná honum í burtu en eigandanum sjálfum. Þetta vakti samt frekar óvild bjá mjer til Smala, þótt stundum gæti jeg ekki varist hlátri að horfa á þetta einkennilega athæfi hans. Jeg fann að jeg var ekki maður til að þreyta kapp við hann; hann gat alt af boðið mér byrginn. Þessvegna ásetti jeg mér að leiða hann hjá mér í lengstu lög. En svo var það eiun bjart- an sunnudagsmorgun á góunni. Sífeldar rigningar höfðu verið seinni part vik- unnar, svo að þorrasnjórinn var nú að engu orðinn. í þorrabyrjun hafði komið stór- hríð, svo fje fenti. Heima hjá mér var fimm kinda vant, og var það talið víst, að þær hefðu fent. Þennan sama sunnudagsmorgun var jeg úti að leika mjer, í mjög góðu skapi, því að jeg var i nýrri Ijósblárri blússu, sem jeg hafði aldrei komið fyr í. Því- líka gersemi hafði jeg aldrei átl fyrri. Þá sá jeg hvar kindarfótur lá á túninu rjelt hjá mér, jeg þekti strax að hann var af mósokkóttum sauð, sem vantað hafði. Jeg hugsaði mjer nú að stökkva heim og sýna piltunum þennan mikil- væga fund. Þegar jeg er að leggja af stað kemur Smali í hendingskasti niður túnið í áltina til mín. Mjer kom til hugar, að betra væri að flýla sjer, því að ekki væri að vita, hvað Smali kynni að taka til bragðs; en eftir stundarkorn var hann búinn að ná í mig og skifti það engum togum, að hann rauk á mig og glepsaði utan um hend- ina á mér. Jeg hugsaði með mjer að leitt væri að sleppa fætinum fyrst jeg einusinni var lagður af stað með hann, enda væri hann búinn að bíta mig hvort sem væri. Urrandi og gjammandi herti Smali takið eftir því sem lengur leið á. Loks fór jeg að gráta; jeg sá blóðið streyma víðsvegar úr hendinni og handleggnum. Þetta var ógurleg orusta. Jeg bjóst við að missa handlegginn, ef hjálpin kæmi ekki á næsta augnabliki, en enginn virtist heyra til mín. Að lokum kom Lauga gamla innan úr bæ. Hún hafði heyrt óhljóðin og fór heldur en ekki að greikka sporið, þegar hún sá hólmgönguna. Eftir stutta stund tókst henni að skilja okkur. Jeg var allur blóðugur og marinn, og það sem verst var, nýja blússan var öll rifin. Eftir þessa viðureign fór vinátta okk- ar Smala út um þúfur, og ekki greri um heilt með okkur þaðan í frá. En samverustundir okkar voru brátt taldar. Haustið eftir var hann tekinn til fjár- reksturs suður í Reykjavik. Af sjerstöku óhappi varð hann viðskila við rekstr- armennina og fanst ekki hvernig sem leitað var. Vikur, mánuðir og ár liðu og ekkert spurðist til Smala. Nokkrum árum siðar frjettist, að hann hefði komist inn í Fljótshlíð og hitti þar fyrir góðan bæ. Húsbændurnir voru svo líknsamir að aumkast yfir þennan einstæðing, sem nú var fjarlægur öllum sínum æskuvinum og vissi ekkert hvert halda skyldi. En Smali launaði góð- verkið, hann var þarfur húsbændum sínum og talinn einhver vitrasti hundur þar um slóðir. Nú er Smali dauður fyrir nokkrum árum. Siðan eg fór að eldast, hefir mér aftur orðið hlýrra til hans. Nú sé eg að það var ekki grimd, sem kom hon-

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.