Unga Ísland - 01.06.1927, Page 6

Unga Ísland - 01.06.1927, Page 6
4fi UNGA ÍSLAND mjer þar til er skip búast“. Hann gerði svo. Einn dag er á leið vorið, gekk Sveinn konungur ofan á bryggj- ur, og voru menn þá að búa skip til ýmissa landa: í Austurveg eða til Sax- lands, til Svíþjóðar eða Noregs. Þá koma þeir Auðun að einu skipi fögru, og voru menn að og bjuggu. Það var knörr vel mikill. Konungur mælti: „Hversu líst þjer, Auðun, á þetta skip“? Hann sagði: „Vel herra“. Kon- ungur mælti: „Nú vil jeg launa þjer bjarndýrið og gefa þjer skip þetta með þeim farmi, er jeg veit að vel hagar til íslands“. Auðun þakkaði konungi gjöf þessa sem hann kunni best. Enn er stund leið og skipið var albúið, gengu þeir þá til strandar, Sveinn kon- ungur og Auðun. Með því að þú vilt brott frá mjer, íslendingur, þá skal nú ekki letja þig. En það hefi jeg spurt, að ilt er til hafna fyrir landi yð- ar, og eru víða öræfi mikil og hætt skipum. Nú hrýtur þú og týnir skipinu og fjenu. Lítt sjer það þá á, að þú hafir fundið Svein konung og gefið honum gersemi". Síðan seldi konung- ur honum leðurhosu fulla af silfri og mælti: „Og ertu enn eigi fjelaus með ölíu, þótt j)ú brjótir skipið, ef þú fær haldið þessu. Verða má svo enn“, segir konungur, „að þú týnir i'je þessu. Hvar nýtur þú þá þess, er þú fanst Svein konung og gafst honum ger- semi?“ Dró konungur þá hring af hendi sjer og gaf Auðuni; það var ágætur gripur. „Þó að svo illa verði, að þú brjótir skipið og týnir öllu fjenu, eigi ertu fjelaus ef þú kemur á land ineð hringinn, því að það er mjög háttur manna, að hafa gull sitl á sjer, ef í skipbroti eru staddir, og sjer þá, að þú hefir fundið Svein Úlfsson, ef þú heldur hringnum. En það vil jeg leggja lil ráðs með þjer“, sagði liann, „að þú lógir eigi hring þessum, því að jeg ann þjer allvel að njóta, nema þú þykist eiga svo mikið gott að launa nokkuruin göfugum manni, að þjer þykir hann þess maklegur, að þú gef- ir honum gersemi, þá gef þú honum hringinn, því að tignum mönnum sóm- ir að eiga hann, og far nú heill“, sagði konungur. Síðan ljet Auðun i haf og kom í Noreg, og lætur flytja upp varnað sinn, og þurfti nú meira við það en fyrr, er hann var í Noregi. Og er hann spurði, hvar Haraldur var, þá fór hann til fund- ar við konung og vill efna það, er hann hafði heitið honum, áður hann fór til Danmerkur. Kom Auðunn fyrir kon- ung og kveður hann vel. Haraldur kon- ungur tók vel kveðju hans. „Sest nið- ur“, sagði hann, og drekk með oss‘‘. Auðun gerði svo. Þá spurði Haraldur konungur: „Hverju launaði Sveinn konungur þjer dýrið?“ „Því herra“, segir Auðun, „að hann þá það af mjer“. „Launað niundi jeg þjer því hafa“, segir konungur, „hverju launaði hann meira?“ Auðun svaraði: „Gaf hann mjer silfur til suðurgöngu“. Þá sagði Haraldur konungur: „Mörgum manni gefur Sveinn konungur silfur til suðurgöngu eða annara nauðsynja, þótt ekki færi honum gersemar. Hvað er enn fleira“? „Hann bauð mjer‘, sagði Auðun, að gerast skutilsveinn hans og mikinn sóma til mín að leggja“. „Vel var það mælt“, sagði konungur, „og launa- mundi liann fleira“. Auðun mælti: „Gaf hann mjer knörr mikinn með farini þeim, er hingað er best var- ið í Noreg“. „Það er stórmannlegt framlag“, segir konungur, „en launað

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.