Unga Ísland - 01.06.1927, Síða 7
UNGA ÍSLAND
47
mundi jeg þjer þvi hafa, eða launaði
hann þjer fleira“? Auðun svarar: „Gaf
hann mjer enn leðurhosu fulla af silfri,
og kvað mig þá eigi fjelausan, ef jeg
hjeldi því, þó að skip mitt bryti við
ísland". Konungur sagði: „Það er ágæt-
lega fyrirhugað, og það mundi jeg ekki
gert hafa; laus mundi jeg þykjast ef
jeg gæfi þjer skipið með farmi. Hvort
launaði hann þjer fleira“? „Svo var
víst, herra“, segir Auðun, „að hann
launaði: hann gaf mjer hring þenna,
er jeg hefi á hendi, og kvað svo mega
að berast, að jeg týndi fjenu öllu og
skipinu, og sagði mig þá ekki fjelaus-
an, ef jeg ætti hringinn. Bað hann inig
hringnum eigi lóga, nema jeg þættist
nokkurum tignum manni eiga svo gott
að launa, að jeg Adldi gefa hann. En nú
hefi jeg þann fundið, því að þú áttir
kost, herra, að taka hvorttveggja frá
mjer: dýrið og svo lif mitt; en þú
ljest mig fara þangað í friði, sem aðrir
náðu eigi“. Konungur tók við gjöfinni
með hlíðu og gaf Auðuni i mót góðar
gjafir áður en þeir skildust. Auðun
varði l'jenu til íslandsferðar og fór út
þegar um sumarið til tslands, og þótti
vera hinn mesti gæfumaður.
é
Sofðu vinur!
Sofðu vinur
sofðu róti,
svefninn ei/kur
æskuþrótt.
Jeg skal vaka
vinur minn,
svo verði bliðari
biundurinn.
Láttu þína
þreijttu önd,
líða um dijrðleg
draumalönd.
Þar cr alt
svo undur bjart,
þar aldrci ríkir
rökkrið svart.
Þar á barnsins
bliða sál,
Ijúf <>(J fögur
leyndarmál.
Þar er gleðin
göfg og lxrein,
þar er yndislegt
ungum svein.
Þar er engin
hrggð og kvöl,
engin smán
og ekkert böl.
Sofðu eina
ástin mín,
■ hvíldin þín
er hvildin min.
Úti stgnur
stormurinn,
það er dgrðleg birta
um drenginn minn.
Sofðu vinur
sofðu rótt,
svefninn egkur
æskuþrótt.
Valdimar Árnason,
frá Hallbjarnarstöðum.
síí