Unga Ísland - 01.06.1927, Page 12

Unga Ísland - 01.06.1927, Page 12
52 UNGA ÍSLAND II. Æfintýrið eitl jeg leit nppmíilað í linum, þar krumipar tveir í kátuin reit krunkuðu nef'jum sínum. Annar sagði: eg í gær var út við sjó að synda, leit jeg fagrar liiður tvær, langaði mig til kinda. Eg stakk mjer þá ofan i sjó sem ekki væri’ að grandi, hjelt jeg sinni í hverri kló og hafði mig upp að landi. Hoppar kfummi hinn og tjer: hreystiverk er þetta. Eg vil segja aftur þjer æfintýrið rjetta. Eg var suður við ósa í haust ölvaður litt í kolli, sæta heyrði jeg svanaraust, þeir sungu á einum polli. Selli jeg mig með sæmd og kurt á sjóinn hjá þeim niður, það er um ýmsar álfur spurt að engu söng jeg miður. Sí Veðmálið. Það var skammdegiskvöld. Stormur- inn hvein á haðstofuþekjunni og fönn- inni hlóð niður. Heimilisfólkið á Leiti sat þöguít við vinnu sina og keptist við. Þrjú hörn, einn drengur og tvær telpur, sátu á haðstofugólfinu og Ijeku sjer að gullunum sínum. Alt í einu stóð drengurinn upp og gekk til gamals manns, sem sat á rúmi sinu og kemhdi. „Góði afi“, sagði hann. „Viltu nú ekki segja okkur sögu?“ „Æi — já, afi, gerðu það. Það er svo leiðinlegt í kvöld“, sögðu báðar litlu telpurnar einum rómi. „Jeg býst ekki við að veðrinu því arna sloti þó að jeg segi ykkur einhverja sögu“, sagði afi þeirra og brosti. „En jeg var einmitt núna að hugsa um, hvað jeg var stundum óþekkur og óstýrilátur þegar jeg var strákur. Það er hest að jeg segi ykkur svolítið sögukorn af sjálf- um mjer frá þeim árum“. Systkinin setlust nú hjá afa sínum og biðu sögunnar með eftirvæntingu. Full- orðna fólkið fór líka að leggja við evr- un, því að öllum þykir gaman að hlusta á afa og ömmu, sem hafa frá svo mörgu merkilegu að segja. Sögur eru altaf vel þegnar, en aldrei betur en á löngum skammdegiskvöldum. „Já“, sagði afi, „jeg þótti heldur bald- inn og ærslafenginn í þá daga og oft var jeg kallaður gapi eða glanni, enda átti jeg það nafn lullkomlega skilið. Dreng- ur ólst upp með mjer, sem foreldrar mínir höl'ðu tékið í fóstur. Hann hjet Páll. Oft hafði hann fengið að kenna á strákapörum mínum, en hann tók þeim jafnan vel og var hinn þolinmóðasti. Það var því honum að þakka en ekki mjer, að oftast kom okkur vel saman. Jeg vildi altaf vera meiri en Páll, en í raun og veru var ]iað svo, að hann var mjer fremri í flestum hlutum. Eitt af því. sein Páll hafði fram yí'ir mig var það, að hann var óvenjulega sauðglöggur. Vinnumennirnir kölluðu hann „sauða- konginn", ]ivi hann var vanur að þekkja allar kindur aftur, sem hann hafði sjeð

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.