Unga Ísland - 01.06.1927, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.06.1927, Blaðsíða 13
UNGA ÍSLAND 53 einu sinni, og' það kom örsjaldan tvrir að honuni skjátlaðist í ])VÍ efni. Áftur á móti var jeg ákaflega óglijggur á fje og sögðu vinnumennirnir oft, að jeg væri mesti rati við kindur. Það var líka hverju orði sannara, Jjó að í mjer væri meiri mikilmenskugorgeir en svo, að jeg vildi kannast við það þá. Eitt vorið gaf pabbi okkur sína tví- iembingsgimbrina hvorum og þótti okk- ur báðuni vænt um þá g'jöf. Jeg kallaði mína gimbur S’óley, en Páll nefndi sína Fjólu. Um veturinn komum við oft i lambhúsið lil þess að skoða gimbrarnar okkar. Páll kom jafnan strax auga á Fjólu sína í lambahópnum, en það kom oft fyrir að jeg fór lambavilt þegar jeg ætlaði að fara að gæla við Sóley mína. Þá hlógu vinnumennirnir dátt og Ijet jeg það eins og vind um eyrun þjóta, en reyndi jafnan að ná mjer niðri á þeim síðar þegar færi gafst að striða þeim. Svo Ieið veturinn og vorið kom aftur. Þá var alt fjeð rekið á afrjett, bæði ær, gemlingar og sauðir, og þar á meðal gimbrarnar okkar Páls. Það var einu sinni sem oftar seint um sumarið, að við Páll færðum engjafólk- inu matinn. Meðan fólkið var að borða fór það að tala um, að nú væri að eins vika til fyrstu gangna, og að hætt yrði við heyskapinn þegar búið væri að hirða það hev sem nú væri undir. Páll hafði orð á því, að hann hlakkaði til að sjá fjeð þegar það kæmi af fjöllunum. Eínn vinnumannanna spurði þá, hvort hann hjeldi að hann niundi þekkja Fjólu sína úr öllum hópnuní. Páll játaði því. Jeg leit á þetta sem mannalæti úr Páli og hugsaði með mjer, að jeg skyldi minka í honum grobbið á þá leið, að honum vrði dálítið minnisstætt. „Jeg skal veðja henni Sóley minni um það, að þii þekkir ekki hana Fjólu þína úr öllu fjenu frelcar en jeg þekki hana Sóley. Þú mátt eiga Sóley ef þú þekkir Fjólu úr öllu fjenu, en ef þú þekkir hana ekki, þá eignast jeg hana. Ætlarðu að voga J)jer að veðja?“ Þetta sagði jeg og fanst rnjer hafa tal- ast vel. Páll vildi ekki veðja, en vinnufólkið taldi hann mjög á að gera það. Pabbi var ekki heima, svo að hann gat engin áhrif haft á þetta mál. Jeg hló og hæddi Pál fyrir heigulsháttinn, en hann Ijet þáð eldci á sjer festa. Loks stakk fólkið upp á því, að það skyldi kaupa Fjólu af mjer, ef Páll tapaði veðmálinu, og gefa honum hana aftur. Jeg lofaði að jeg skyldi selja því hana. Þá loks Ijet Páll tilleiðast að veðja. Jeg þóttist eiga sigurinn alveg vísan og talaði um það með talsverðum mannalátuin, hvað jeg ætlaði að kaupa

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.