Unga Ísland - 01.09.1929, Page 3
UNGA ISLAND
67
efst í honum, og hann skammaði
bæði sig og kusa.
Gunna litla var svo skynsöm,
að hún hljóp heim og sagði sem
orðið var. Hlupu allir, sem áttu
heimangengt, út, til þess að elta
kusa. Gvendur hljóp úr vefstóln-
um, Dóri frá reiptaglinu, pabbi
Óla frá smíðunum, Veiga frá
rokknum og Lauga gamla úr eld-
húsinu. Hljóp nú hver sem betur
gat, og stóð eltingaleikurinn all-
lengi. Siggi varð fljótastur og
náði hann kusa að lokum niðri í
mýri.
Menn urðu fegnir, þegar kusi
náðist. Settist hver niður, þar
sem hann var kominn, til þess að
kasta mæðinni. Gleymdist það
með öllu að hrakyrða Óla fyrir
klaufaskap hans.
Fræðimaður.
Eitt kvöld um haustið sátu þau
frammi í eldhúsi, Óli og Gunna
btla systir hans.
Óli tók til máls:
„Veistu, hvað jeg veit, Gunna?“
„Nei. Hvað veistu?“
„Veistu, hvað er núna?“
„Hvað er núna?“
„Já. Veistu ekki, að það er
komið haust?“
„Jú. Jeg veit það“.
„Veistu, hvað kemur á eftir
haustinu?"
„Nei. Jeg veit það ekki“.
„Þá kemur veturinn. Og þegai-
veturinn er, þá eru jólin. Manstu
ekki eftir jólunum?“
„Jú“. Og Gunna klappaði sam-
an höndunum af fögnuði.
„Veistu al' liverju jólin eru?“
„Já. Jesús Kristur fæddist á
jólunum“.
„En veistu, hvað er gert á jól-
unum?“
„Nei“.
„Þá eru kveikt mörg ljós. Þá
fá allir gott að borða, Þá fara all-
ir í bestu fötin sín, og þá eru allir
glaðir og kátir. Þá verða okkur
gefin spil og kerti, og þá er bak-
að voða, voða mikið af kökum.
Veistu þetta ekki, Gunna mín?
Þetta veit jeg“.
„Veistu meira?“ spurði Gunna.
„Já. Jeg veit af hverju páskarn-
ir eru“.
„Nú. Af hverju eru þeir?“
„Þá reis Kristur upp“.
„Reis upp, hvernig?“
„Hann reis upp úr grofinni.
Hann reis upp frá dauðum“.
„Og hvenær koma páskarnir?“
„Það er langt, langt þangað til.
Bíðum nú við. Nú er haust, svo
kemur veturinn og jólafastan; þá
koma jólasveinarnir og Dóri
skrifar þá alla, til þess að láta
draga um þá á jólunum. Svo
koma nú jólin; þá eru dagarnir
stuttir og næturnar langar. Svo
lengjast dagarnir, en samt eru