Unga Ísland - 01.09.1929, Page 4

Unga Ísland - 01.09.1929, Page 4
68 UNGA ÍSLAND 'frost og byljir og það verður að gefa öllu fjenu og hrossunum“. „En kúnum?“ skaut Gunna inn í. „Kúnum?! Hvað heldurðu? Þeim er gefið inni í fjósi frá því á haustin og fram á vor. — Og svo þegar búin eru jólin og nýárið og þrettándinn og margir dagar liðnir, þá kemur Þorrinn. Á eftir Þorranum kemur Góan, og þar á eftir Einmánuður, og þá koma páskarnir, — fyrst skírdagur, svo föstudagurinn langi og svo pásk- arnir“. „Er þá komið vor?“ „Já, og meira að segja stundum sumarið“. „Stundum?“ „Já. Því að páskarnir eru ekki altaf jafnsnemma. Og svo skal jeg segja þjer meira. Svo er livita- sunnan eftir. Þá--------bíðum nú við. Nú man jeg ekki meira“. „Manstu ekki hvað?“ „Hvað þá gerðist. Jú. Nú man jeg það. Þá kom heilagur andi yf- ir postulana. Og svo kemur sum- arið. Þá sprettur gras. Þá verður farið að slá og þurka og binda heyið. Þá geturn við leikið okkur á túninu og falið okkur undir lönunum, eins og í sumar. Þá verða ærnar mjólkaðar i kvíun- um, og þá verður heitt og gaman. Og svo kemur haustið. Þá er kom- ið heilt ár“. „Veistu meira?“ „Já. Jeg veit hvað árstíðirnar heita. Þær heita vetur. sumar, vor og haust. Og jeg veit, hvað eru mörg skilningarvitin. Þau heita sjón, heyrn, lykt, bragð og til- finning. Og' jeg veit, hvað eru margir dagar i árinu, jeg veit, hvað dagarnir heita, og jeg veit, hvað mánuðirnir eru margir, og jeg veit----------veit svo margt, margt, sem þú veist ekki“. „Það er skárra“, sagði Gunna og var stutt í spuna. „Hver sagði þjer alt þetta?“ „Svo margir. Gvendur, Dóri, Veiga og mamma og pabbi. Þjer hefir líka verið sagt þetta, en þú gleymir því altaf, greyið“. „Vitleysa“, hreytti Gunna út úr sjer og rigsaði út úr eldhúsinu. „Já. Svona er nú það, Gunna mín“, sagði óli með spekings- svíd. * Hugsa dýrin? Sumir vísindamenn halda því fram, að dýrin geti ekki hugsað. Þeir seg'ja að gerðir þeirra stjórmst af blindum eðlishvötum, sem hafi þrosk- ast með kyninu á óralöngum tíma. Margt virðist henda á, að þessi skoð- un sje röng. Mörg dæmi sýna, að auk eðlishvata hafa dýrin hæfileika til að hugsa. Hjer á eftir er eitt slíkt Ifundur lconu einnar, tritlaði við

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.