Unga Ísland - 01.09.1929, Page 5

Unga Ísland - 01.09.1929, Page 5
UNGA ÍSLAND 69 Iiliö hennar. Hún var að koma úr búð að kveldi dags. Vinkona hennar slógst í för með henni. Var liún á heimleið úr bókasafni og hafði bók með sjer. Hundurinn dró skottið mjög dapur i bragði, var það af því, að liann fekk ekki að hera neinn böggul, eins og hann var vanur að gera. Konan, sem bar bókina, vafði þvi um liana brjefi, og rjetti honum hana. Konurnar gleymdu nú hundinum af áhuga á þvi, sem þær voru að tala um, og fóru þær báðar heim á heimili hinn- ar síðarnefndu. Þegar þær skildu, höfðu þær gleymt bæði hundinum og hókinni. Ivonan, sem fór á bókasafn- ið, saknaði bókarinnar daginn eftir og fór heim til vinkonu sinnar, til þess að grenslast eftir henni. Þegar hún kom að hliðinu, hljóp hundur- inn á móti henni, með miklum gleði- látum, síðan stökk iiann að húsbaki og kom að vörmu spori með bókina, og afhenti konunni liana. Þegar hann gat ekki skilað henni daginn áður, þá hafði liann komið henni fyrir á öruggum stað, og geymdi hana, þar til liann fekk færi á að koma henni til skila. Hugsa vilt dýr? Ýmsir halda því fram, að vilt dýr standi á lægra stigi en húsdýrin. Vera má að svo sje i sumum tilfellum. — Þekking manna á viltum dýrum er einkum hygð á kynni við þau í dýra- görðum. En þá hafa þau tapað meira og minna af sínu rjetta eðli. Ame- ríkumaður, D. D. Hubbard að nafni, hefir dvalið lengi í Suður-Afriku, til þess að kynna sjer líf viltra dýra. Hann heldur þvi fram, að margt i háttum þeirra beri vott um hugsun. T. d. hefir iiann oft sjeð fíla grafa eftir vatni. Þeir þurfa að vita hvar vatns er von. Þeir grafa jafnan í far- vegum þornaðra fljóta. Það virðist hera vott um hugsun. Þeir róta upp möl og sandi með rananum, þangað til dálítil gryfja er komin mátulega stór, til þess að hægt sje að drekka úr lienni. Síðan hiða þeir rólegir, þangað til nóg drykkjarvatn er sígið i holuna. Hubhard lieldur því fram, að filar hafi mál, þ. e. ýms mismunandi ldjóð, sem hvert um sig liefir ákveðna þýðingu. Hljóðin eru mjög breytileg. Eitt þeirra er hátt og skært og líkist lúðurliljómi, það nota þeir, þegar þeir eru á beit í runnunum i ró og næði. Það heyrist oft i rökkrinu á kvöldin, þegar þeir fara um runn- ana. Rífa þeir þá upp lieil trje, og fella þau, til þess að geta náð í ávext- ina, sem þeir eru mjög sólgnir i. Þegar fíllinn er í nauðum staddur, gefur hann frá sjer skerandi hljóð. Það bregst varla, að aðrir fílar komi til hjálpar, þegar slikt hljóð heyrist. Hafi fillinn dottið og komist ekki á fætur, reisa hinir hann við; sje hann fótbrotinn og geti ekki gengið, koma tveir til hjálpar og ganga undir hon- um sinn hvoru megin. Það er einhver átakanlegasta sjón, sem lil er, í riki dýranna, þegar særður fíll kallar á hjálp, og fjelagar hans koma óðara og veita honum alla þá hjálp, sem þeim er unt. Miskunnsamir Samverjar eru víðar en i ríki mannanna. — Flest dýr kjósa að hlaupa undan vindi, þegar þau flýja, eða eru á leið að vatnsbóli. Þá koma þau í veg fyr-

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.