Unga Ísland - 01.09.1929, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.09.1929, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 71 Græna kápan. Katrín hafði mist manninn sinn í sjóinn. Hún þerraði tárin af augun- um og ljet þreyttar hendur hníga, og horfði döpur niður fyrir sig. Hún var ein af þeim mörgu er kenna á böli og' fátækt. Nú stóð veturinn fyrir dyrum, húsaleigan var ógoldin og eldiviðar- geymslan tóm. Börnin voru sex. Tvö hin elstu áttu að ganga í skóla, og þurftu að fá hlý föt, en um hin varð að fara sem vildi. Þær fáu krónur, sem hún átti, hrukku skamt. Katrín reyndi að finna einhver ráð. Læknir- inn hafði sagt, að hvað sem öðru liði, yrði Björg að fá hlýja kápu, anuars v*ri hætt við að hún fengi lungna- hólgu i annað sinn. — Það var langt i skólann, svo að það var nauðsyn- iegt að fá kápuna, — en hvaðan átti a'ð fá peningana? Henni datt í hug, að fara upp í sveitina og fá hjálp lijá skyldfólki sínu, en það hafði ekki viljaS kannast við hana siðan hún giftist Eiriki, sem var ungur maður, fríður sýnum en mjög fátækur. Nei, það skyldi aldrei verða. Hún reyndi að finna ný ráð. — Alt 1 einu stóð hún upp, gekk inn i næsta herbergi og lauk upp gamalli skips- kistu. Þar lá gamall frakki grænn á lit og gulnaður af elli. Að líkindum Wætti breyta honum í kápu handa I^jörgu. Frakkinn var mjög þykkur, en alt annað en fallegur. Hún fann i flýti hnif, nál, skæri og tvinna, og l°k til óspiltra málanna að spretta UPP og sauma. Að þessu starfi vai hún mestan hluta næturinnar. Næsta dag, er Björg átti að fara i skólann Var kápan tilhúin. Þegar móðir lienn- ar hjálpaði henni í, sagði hún; „Kápan er góð, mátulega síð og þykk, og mjög hlý í vetrarkuldanum. Það var sannarlega heppilegt að jeg fann þenna gamla frakka“. „Já, mamma“, sagði Björg. „Kápan er ágæt og jeg þakka þjer kærlega fyrir“. Hún kvaddi síðan móður sina og hljóp glöð í huga áleiðis i skólann. Hún hugsaði ekkert um það, þó káp- an væri heiðgul. Aðalatriðið var, að hún var hlý, og hún rjeði sjer varla fyrir kæti. En það er til nokkuð, sem nefnist háð og erlni. Það fekk Björg að reyna. Um leið og hún gekk inn i skólann, kvað við ískrandi hlátur drengjanna á leiksvæðinu, en að hann snerti liana, datt henni síst i hug. Drengj- unum hafði þótt kápan einkennileg, og einn þeirra, Pjetur frá Norður- garði, frændi Bjargar, liafði strax sjeð að hún liktist broddskitu. Veslings Björg var ókunnug illsku heimsins. í frítimanum hljóp hún út í ganginn, tók kápuna og miðdegis- matinn, og hljóp út á leiksviðið. Drengirnir tóku á móti henni þannig að hrópa hástöfum: „Broddskita, broddskita!“ Björg skildi ekki strax, hvað þeir áttu við; en alt i einu rann Jiað upp fyrir henni. Þeir áttu við hana! Augun fyltust tárum og liún blóðroðnaði. Hún hvarf i flýti inn i skólann og á sinn stað í bekknum. Lystin var horfin, og hún setti jivi matinn í töskuna aftur. Ó, hvað Jiað var sárt, að verða fyrir ertni. Henni lá við að óska, að hún hefði aldrei fengið kápuna. Dagurinn leið, og kenslan var búin >g J)á var ekki annað að gjöra, en að halda heimleiðis. Björg kveið fyrir

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.