Unga Ísland - 01.09.1929, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.09.1929, Blaðsíða 10
74 UNGA ISLAND heimferðinni. Hún reyndi að eyða timanum og iáta drengina fara heim á undan sjer. En einmitt þá Ijeku ]ieir sjer óvanalega lengi. Þegar hún var komin spölkorn frá skólanum, umkringdi hana hópur barna, sem ljet dynja á henni hagljel stríðnis- orða, og Pjetur frá Norðurgarði var sá versti. Þegar hún loks var laus við drengina, var hún fastákveðin í því, að fara aldrei í skóla oftar í grænu kápunni. „Jæja, var kápan ckki ágæt?“ spurði móðir hennar. „Jú“, svaraði Björg lágt og flýtti sjer inn i eldhúsið, til þess að þvo sjer i framan, svo að mamma hennar yrði þess ekki vör, að hún hefði grátið. Björg þagði það sem eftir var dags- ins. Þótti móður hennar það kynlegt. Hún spurði Björgu, livort hún væri veik, og neitaði hún því; meira var ckki unt að fá hana til að segja. Enn rann upp skóladagur með mjög slæmu veðri. Björg óskaði, að það hefði verið mildu verra, því að þá hefði hún sloppið við að fara i skólann. En móðir hennar vildi láta hana fara og sagði að hún hefði þó altaf hlýju kápuna sina til skjóls fyr- ir óveðrinu. Þegar Björg var komin i kápuna, var rjett komið að lienni, að kasta sjer i faðm móður sinnar, og segja henni upp alla söguna, en hún stilti sig, greip töskuna og lijell áleiðis i skólann. Ömurlegar hugsanir ásóttu hana. Hún þorði ekki að mæta drengj- unum í kápunni. Hvað átti hún að taka til bragðs. Alt í einu hljóp hún út af veginum að bát, sem liafði ver- ið dreginn á land, fór úr kápunni hraut hana saman og ljet hana undir bátinn. Heldur vildi hún fara i skól- ann kápulaus, en lifa upp aftur það sem skeði daginn áður. Á heimleið- inni ætlaði hún svo að taka kápuna undan bátnum, svo að móðir hennar kæmist ekki að neinu. Allir drengirnir hiðu Bjargar við skólahúsið. Undir eins og þeir komu auga á hana, hrópuðu þeir: „Brodd- — -------“, en hættu í miðju kafi, er þeir sáu að Björg var kápulaus og skjálfandi af kulda. Þeir urðu dá- Iítið sneyptir, og fóru inn á leiðsvæð- ið, en þeim hepnaðist illa að koma leik af stað. Björg sat í hnipri allan daginn. Það hafði orðið kaldara að hlaupa í skólann kápulaus, heldur en hún gerði sjer í liugarlund, og hún sárkveið fyrir heimferðinni. Þegar kenslunni var lokið, slógust börnin frá Króksnesi i fylgd með henni, og gjörðu henni ókleift að ná kápunni. Stormurinn óx, svo að hörn- in áttu fult í fangi með að komast áfram, og Björg var stirð af kulda, þegar hún kom heim. Dagstofan sneri frá veginum, svo að hún slapp ósjeð inn i forstofuna. Þegar hún var húin að kasta mdeðinni og núa hláfrosnar liendurnar, tók hún í sig kjark og gekk inn í stofuna. „Vont er veðrið“, sagði móðir hennar, er sat við sauma. „Já“, svaraði Björg og laumaðist inn í arinskotið, og settist þar á fót- skemil. Nokkrar minútur liðu. „Jæja, vilt þú verma þig ofurlítið áður en þú borðar“, sagði móðir hennar. Ekkert svar. „Heyrðir þú ekki, hvað jeg sagði“, spurði Katrín dálítið hærra.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.