Unga Ísland - 01.09.1929, Side 12
76
UNGA ÍSLAND
fyrir lækninn. Þegar það frjettist í
skólann, gladdi það alla, en þó sjei’-
staklega einn, og það var Pjetur. —
Drengirnir voru allir sammála um
það, að þeir liefðu farið illa að ráði
sínu við Björgu. Og í fritímanum báru
þeir saman ráð sin um það, livað
þeir ættu að gera, til þess að sýna
henni, að þeir hefðu iðrast framkomu
sinnar. Einn dag stakk Pjetur upp
á þvi, að þeir skyldu aura saman
fyrir nýja kápu handa Björgu, og var
það einróma samþykt. Þeir keyptu
mjög fallega lcápu, og einn dag, er
Björg' var orðin svo frísk, að hún gat
lekið á móti gestum, stóðu þau Pjetur
og móðir hans í stofu Katrinar.
„Björg“, stamaði Pjetur, „jeg kem
lil þess að biðja þig fyrirgefningar,
og þessi kápa er frá mjer og fleiri
drengjum. Jeg vona að ]>ú takir við
henni“.
„Já, þakka þjer fyrir. Móðir mín!
fyrirgefðu mjer, en mjer fanst að jeg
ekki geta þolað stríðni drengjanna,
svo að jeg faldi kápuna undir hátn-
um hans Ólafs“.
„Þá sæki jeg hana“, sagði Pjetur
og var óðara rokinn af stað.
Eftir nokkrar mínútur kom Pjetur
aftur, en ekki með kápuna. Hún var
horfin og hafði flotið undan bátnum
mcð flóði.
Elín í Norðurgarði dvaldi langa
stund hjá frænku sinni. Margt bar
þeim á góma. Loks mælti Elín: „Jeg
á grænu kápunni afar mikið að
þakka. Hún liefir leitt okkur aftur
saman, frændkonur og æskuleik-
sj’stur“.
Tár runnu niður kinnar Katrínar;
það voru gleðitár.
Einnig hún átti grænu kápunni
mikið að þakka.
Lauslega þýtt af //. G.
£
Huliðsnökkvinn.
Þjóðsaga frá Indíánum.
Það var einu sinni undrafögur ung
stúlka. Hún dó sama daginn og hún
átti að giftast ungurn, fallegum manni.
Hann var hraustur og sterkur, en
samt veittist honum erfitt að bera
þennan missir. Frá þeirri stund er
hún var jörðuð, var honum liorfinn
allur friður og gleði. Oft varð honum
reikað til staðarins, þar sem konurn-
ar höfðu greftrað liana, og sat þar
löngum sokkinn i djúpar hugsanir.
Þrátt fyrir það, að nokkrir af vinum
lians liöfðu ráðlagt honum að fara út
á veiðar eða í harnað, til þess að
sökkva sorginni. En veiði- og hernað-
aðlöngun hans var með öllu liorfin,
— hjarta hans var sem brostið ,og
hann kastaði kylfunni, boganum og
örvunum frá sjer og vildi ekki af þvi
vita.
Hann liafði lieyrt gamalt fólk segja
frá því, að til væri vegur, sem lægi
inn í land sálnanna, og hann hugsaði
sjer að leggja af stað og leita hans.
Hann bjóst því til brottferðar, og svo
lagði hann af stað. I fyrstu var lion-
um gjörókunnugt um það, livert
halda skyldi, en þó liafði lionum
skilist það, að vegurinn mundi liggja
í suðurátt. Langa hríð gat hann ekki
orðið var neinnar breytingar á útliti
náttúrunnar. Skógarnir og hálsarnir,