Unga Ísland - 01.09.1929, Qupperneq 14

Unga Ísland - 01.09.1929, Qupperneq 14
78 UNGA ÍSLAND Af þessu öllu skildist honum, að liann mundi vera á rjettri leið, því alt það, sem liann sá, kom lieim við það, sem honum hafði verið sagt. — Loks sá hann liggja veg, sem hann þegar fylgdi, og kom liann þá von bráðar út úr skóginum, og varð fyrir honum langur háls, og efst uppi á hálsinum stóð ofurlítill kofi. 1 dyr- unum stóð gamall maður með hvitt hár, og augu hans lágu djúpt i augna- tóftunum, en skinu þó sem bjartir neistar. Hann var klæddur síðri kápu úr loðnum feldum, lá kápan laus yfir herðar hans, og staf langan bar liann í hendi. — Þetta var Chebiabos. Indíánapilturinn byi-jaði á því, að segja honum sögu sína. En liinn æru- verðugi öldungur ljet liann ekki lengi tala, áður hann tók fram i ræðu lians. „Eg hefi átt von á þjer“, sagði hann. „Og var nýstaðinn upp, til að taka á móti þjer og bjóða þig velkom- inn í kofann minn. Hún, sem þú ert að leita, kom liingað fyrir nokkrum dögum, þreytt af göngunni og hvíldi sig lijer hjá mjer. Komdu inn í kof- ann minn og settu þig niður. Svo mun jeg svara spurningum þínum og sýna þjer leiðina, sem þú átt að fara“.* — Svo gengu þeir báðir út fyrir kofadyrnar. „Sjerðu flóann þarna“, mælti öldungurinn, „og þessa breiðu, bláu sljettu. Það er land sálnanna. Þú ert kominn á landamærin og kof- inn minn er inngönguhiiðið. En lík- ama þinn máttu ekki taka með þjer, skildu liann hjer eftir, ásamt bogan- um og örfunum, pokanum þínum og liundinum. Þegar þú kemur aftur, muntu finna það alt ósnert á sama stað“. Svo mælti liann og gekk aftur inn í kofann, og ferðamaðurinn var nú orðinn laus við líkamann, og var sem fætur lians hefðu klæðst vængj- um. En alt sem hann sá þar var með samskonar ummerkjum og útliti eins og heima, lilir og form hlutanna voru hin sömu. Skógarnir og blöðin á trjánum, árnar og vötnin, voru aðeins bjartari og fegri yfirlitum, heldur en liann hafði nokkurn tíma sjeð áður. Villidýr komu út úr skóginum og gengu fram lijá óhrædd og litu til lians vingjarnlega. Var auðsjeð, að veiðar voru ekki stundaðar um þess- ar slóðir. Fuglar með dýrðlegu fjaðra- skrúði fóru með vængjaþyt og sæt- um söngvum milli trjákrónanna. Aðr- ir fuglar svámu á vötnum og ám og fyltu loftið unaðslegri blíðu. Þáð var aðeins eitt, sem lionum kom ótrúlega fyrir sjónir. Hann tók eftir því, að þó á leið hans yrðu trje og aðrir lilutir, þá varð honum það til einskis tálma; hann gekk viðstöðu- laust í gegnum þá, enda voru það líka í raun og veru sálir eða svipir dáinna trjáa. Og liann sannfærðist enn betur um það, að hann væri kominn inn í land sálnanna. Þegar liann var búinn að ganga hálfan daginn yfir landið, sem með liverju skrefi bauð af sjer meiri þokka og fegurð, kom hann að stóru stöðuvatni og sá úti á því miðju stóra og' fagra ej'ju. Við bakka vatns- ins var bundinn bátur úr mjallahvít- um steini. Þetta sannfærði hann enn um það, að liann væri á rjettri leið, þvi það kom heim við það, sem gamla fólkið hans lieima liafði sagt honum. Hann fann þar einnig skín- andi hvitar árar. Stökk hann nú út í bátinn og reri frá landi, en er hann leit við, sá hann sér til undrunar og gleði að hún, sem hann var að leita

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.