Unga Ísland - 01.09.1929, Page 15
UNGA ÍSLAND
79
að, sat í öðrum bát, nákvæmlega
samskonar og sá, er hann liafði.
Gjörði hún allar hinar sömu hreyf-
ingar og hann og skriðu háðir bátarn-
ir samhliða. Höfðu þeir farið samtím-
is frá ströndinni og hjeldu nxi út á
vatnið.
Brátt tóku að rísa háar bárur á
vatninu og litu svo út, sem þær
mundu svelgja hátana,' en er þær
námu við hina hvítu byrðinga fjellu
þær niður og urðu að engu, eins og
þær væru í raun og veru ekki annað
en myndir af öldum. En varla höfðu
hátarnir klofið hvítfreyðandi öldu-
hrygginn, þegar önnur aldan tók að
hefjast enn ægilegri hinni fyrri. Þann-
ig voru þau stöðugt í ótta og kvíða
um líf sitt, og rénaði ekki sá uggur
er þau sáu á hotni vatnins mikinn
fjölda af verum, er áður höfðu farist
í öldurótinu, og var vatnsbotninn þak-
inn hvítum beinum þeirra.
En höfundur lifsins liafði fyrir-
hugað þeim að komast yfir, því þau
voru góðar manneskjur hæði. En þau
sáu marga aðra heyja siðasta stríðið
við sjávarrótið og sökkva í djúpið.
Voru þar hæði ungir og gamlií á
sömu leið; konur og' karlar af öllum
stjettum, og komust sumir yfir alla
leið, en aðrir fórust. En svo var sem
þeir bátar, er ung börn sátu í, liðu
fram i blíðasta dúnalogni og yrðu
ekki hafrótsins varir.
Loks voru þessar hættur allar yfir-
unnar, og gerðist það með skjótri
svipan, og þau stukku bæði úr bátn-
hm á land i ey hinna fullsælu. Sjálft
loftið var þeim nóg til næringar og
svölunar. Þau gengu saman yfir sælu-
angandi engjareiti, þar sem alt var
nautn og yndi augum þeirra og eyr-
um. Þar voru engir stormar eða ís
nje kaldir vindar, engum var kalt þó
klæðlaus væri, enginn svalt, og enginn
grjet af söknuði eftir dána ástvini,
engar grafir og engin blóðug strið.
Þar voru dýrin ekki veidd eða dreii-
in til viðux'væris, því loftið var sjálft
eins og áður var sagt, matur og
drykkur sálnanna. Helst liefði ungi
Indíánahermaðurinn viljað setjast
þarna að og dvelja hjá unnustunni
um alla eilífð, en hann fann að hann
mátti það ekki, varð að fara til baka
í líkama sinn. — Hann sá reyndar
ekki höfund lífsins, en hann heyrði
rödd hans, sem var eiris og mjúkur
andblær að heyra. „Snúðu við“, sagði
röddin, „til þess lands, er þú komst
frá. Timi þinn er ekki enn kominn.
Þær skildur, sem eftir minu ráði
hvíla á lierðum þjer, eru enn ekki
uppfyltar. Farðu aftur heim til þjóð-
ar þinnar, starfaðu og vertu rjettlát-
ur, og þú munt lifa lengi með ætt-
stofni þínum og verða höfðingi hans.
Boðberi minn, gamli dyragæslumað-
urinn, mun segja þjer það, er þú
þarft að vita og hvernig þú átt að
breyta. Hlustaðu á ráð lians og þú
munt seinna fá að sameinast hinni
ungu sál, er þú nú verður að skiija
við. Hún er nú liingað komin sam-
kvæmt órjúfanlegu vísdómsráði og
hún mun dvelja hjer, eins ung og
hamingjusöm og hún var, er hún fór
frá ykkar kalda landi“.
Þegar röddin hafði lokið máli sinu,
vaknaði ungi maðurinn. Þetta liafði
alt verið draumur og hann var aftur
kominn heim i hið svipþunga, snævi-
þakta land — land hungurs og tára.
*