Unga Ísland - 01.08.1933, Qupperneq 16
124
UNGA ÍSLAND
Fyrstí starfsdagurínn.
Jarþrúður Guðmundsdóttir, þýddi.
Kristján reis upp á olnboga og leic
út um gluggann, sem var yfir rúminu
hans. Það var dimmt inni enn, en íyrir
utan gluggann var ofur lítil skíma, sem
sýndi það, að það var að byrja að morgna,
og einstaka stjörnur sáust enn á heiú-
um hausthimninum. Gaman væri að
vita, hvað klukkan væri, því að ekki var
nokkurt vit í því að koma of seint til
vinnunnar; nei, ekki skyldu þeir geta
hlegið að því, eða dregið af vinnulaun-
unum hans vegna þess. En hvernig var
það, höfðu þeir nokkuð minnst á dag-
launin, Óli í Norðurhlíð og hann. Hann
settist upp, og leit yfir í rúmið, þar sem
hún mamma hans svaf. „Mamma,
mamma!“ Mamma hans opnaði augun
og sagði hálfsofandi: „Já, hvað viltu,
Kristján?“ „Tókstu eftir því, hvað Óli
í Norðurhlíð sagðist ætla að borga fyr-
ir daginn?“ „Ertu að vekja mig, til þess
að spyrja um þetta, strákur?“ „Já, mér
datt nú raunar í hug, hvort ekki væri
kominn tími til þess að fara að hita
kaffið, því að eg verð að vera nógu
snemma ferðbúinn“. „Sofnaðu bara aft-
ur, Kiddi minn, eg skal hugsa um, að
þú komir til vinnunnar í tæka tíð“. En
Kristján sofnaði ekki aftur, og ef satt
skal segja, þá hafði hann ekki sofnað
alla nóttina, því að um kvöldið, þegar
hann var að byrja að hátta, já, þá hafði
nokkuð merkilegt gerst. Óli í Norður-
hlíð hafði komið inn, boðið gott kvöld
og sagt: „Eg er nú búinn að fara um
-ila sveitina, til þess að fá mér fólk, til
þess að taka upp kartöflur hjá mér á
morgun. Og eg ætlaði að vita, hvort eg
gæti fengið einhverja hér“. „Nei“, hafði
mamma sagt. „Núna hefi eg engan, sem
gettur það. Pétur er að gera við fjósið
með þeim á Hóli, og hann kemur ekki
heim á morgun“. „Jæja, en eg sé nú
ekki betur en að þú hafir stærðar karl-
mann sitjandi á rúmstokknum; það var
hann, sem mig langaði til að fá“. „Þú
ætlar þá að plægja kartöílugarðinn“,
sag’ði mamma. „Já, og þess vegna hefi
eg náð mér í heilan hóp af snáðum, til
þess að hjálpa til, bæði drengina á
Bakka og Grund, og Jens á Hvoli“.
Mamma brosti og leit til Kristjáns.
„Eg veit ekki, hvað Kiddi segir um það,
þú ættir að tala við hann“. Og þá vissi
Kristján, að hann mátti fara. Óli í
Norðurhlíð sneri sér að Kristjáni, og
spurði mjög alvörugefinn: „Heldurðu,
að þú viljir vera svo góður að koma á
morgun og hjálpa okkur að taka upp
kartöflur, Kristján?“ Kristján fór sér
ekkert óðslega, þegar hann svaraði.
„Eg hefi nú raunar nóg að gera og má
ekki vera að því, en fyrst þú ert í
mannahraki, þá verðjeg víst að hjálpa
þér.“ Það var þessa vegna, að Kristján
sofnaði ekki, því að hann þurfti að
hugsa um, hvernig hann ætti að, útbúa
sig, og hvernig hann ætti að haga sér
við vinnuna. Aldrei ætlaði að birta, og
klukkan komst ekki úr sporunum; hún
gat nú líka verið stönsuð. Hann var bú-
inn að hósta svona heldur hátt, til þess
að vita, hvort mamma væri ekki vökn-
uð, eða þá hvort hún gæti ekki vaknað.
Og þegar hún svo loks vaknaði, var
Kristján ekki lengi að komast niður á
gólfið. Hann þurfti að gæta að hverj-
um einasta hnappi á fötunum sínum,
hvort þeir væru nú vel festir. Nei, þarna
var einn laus, og það var ekkert vit;
hann gat svikið, þegar mest reið á. Og
beltið, það var nú raunar alveg mátu-
lega þröngt, en samt var vissara að
bæta einu gati við á það, ef hann þyrfti