Unga Ísland - 01.08.1933, Side 4
112
unga ísland
ings, að hæna að bústöðum sínum fugl-
ana, gefa þeim á vetrum, sem hér verða
eftir á haustin og setja hreiðurkassa á
húsin handa þeim, til þess að verpa í á
vorin.
í húsi einu rétt hjá Reykjavík1) verpti
marjátla meðan verið var að byggja
það. Eigandi hússins lét bíða með að
ljúka við nokkurn hluta af húsi sínu, þar
til að ungarnir voru komnir úr hreiðr-
inu. Börn hans höfðu mikið yndi af að
athuga þesa litlu gesti, sem voru fyrstu
íbúar hússins. — Þau hafa látið falleg
hreiðurhús á þrjástaði á húsinu, og hafa
marjátlur jafnan verpt í eitt þeirra á
hverju vori, en þegar hjón eru flutt í
eitt húsið, líða þau engum að setjast að
í hinum, svo að aldrei eru íbúar í nema
einu húsinu.
Á hverju vori hlakka börnin í þessu
húsi til þess, að gestirnir þeirra fari að
koma. Mikla gleði og mikinn fróðleik
hafa þau af að gefa fuglunum og horfa
á þá. Þar hefir aldrei neinn unnið þeim
mein, enda eru þeir gæfir og óhræddir.
II.
Hér er sönn saga og ný frá Banda-
ríkjunum.
Járnbrautarvagn, sem flutti lestar-
þjóna, var á ferð frá Hartford til
Michigan. Vagnstjórinn tók eftir litl-
um söngfugli, sem flaug með lestinni.
Hversu hart sem hún fór, fylgdi rauð-
brystingurinn með, eins og hann ætti
lífið að leysa.
Vagnstjóranum datt í hug fólk, sem
gleymir einhverju og kemur svo á síð-
ustu stundu með öndina í hálsinum.
,,Hvað ætli þessi litli fugl sé að viþja“,
’) Hús Eiríks Hjartarsonar: Laugardaiur.
sagði hann við mann, sem stóð hjá hon-
um. „Ætli að liann sjái ekki tólffótung
uppi á vagninum", sagði hinn.
,,Ónei“, svaraði vagnstjórinn. „Fugl-
inn hallar höfðinu og horfir niður á
hjólin“.
Nú fóru aliir í vagninum að athuga
málið. Þeim gekk til hjarta að sjá, hve
mikið fulginn lagði að sér. Það var eins
og hann hefði fastráðið, að springa fyr
á fluginu, en að verða að sleppa af
vagninum.
Það var sama spurningin í allra hug
og á allra vörum: „Hvað á að gera?“
Allir litu til vagnstjórans eftir svari.
Það var nú farið að hægja á íerðinni,
eins mikið og hægt var, og svo var far-
ið að reyna að uppgötva orsökina að
þessu háttalagi fuglsins.
Loks kom það í ljós, að í horninu
undir vagnkassanum, þar sem járn-
bitarnir koma saman, var ofurlítið
hreiður, fallega ofið úr stráum og vel
skorðað. í hreiðrinu lágu þrjú, lítil,
ljósblá egg.
Vagnstjórinn fór nú eins gætilega og
ef hann hefði flutt forsetann og alla
hans f jölskyldu í vagninum. En honum
leið allt af ver og ver eftir því sem hann
hélt lengra. — Hann sárlangaði til að
bjarga litlu eggjunum. Loks gat ekki
veslings litla móðirin fylgt þeim lengur.
Það síðasta, sem þeir sáu til hennar var,
að hún settist aðfram komin á tré sem
stóð við veginn.
Á leiðinni til baka voru þeir allt af
að svipast eftir fuglinum, en þeir sáu
hann hvergi. — Þeir komu nú heim til
Hartford og settu vagninn nákvæmlega
á sama stað í garðinum og hann hafði
verið. En ekki leið augnablik frá því
hann nam staðar og þangað til rauð-
brystingurinn var floginn á eggin.