Unga Ísland - 01.03.1935, Qupperneq 4
3Ó
UNGA ÍSLAND
í hjarta Hjálmars.
(Sjónleikur í einum þætti.)
(Lauslega þýtt).
Leikendur:
Tveir vöðvar (piltur og stúlka, rauðklædd).
Tveir sendlar (gulklæddir). /
Gestur (í svörtum hjúp).
4 hermenn úr móteiturdeildinni (hvídklæddir).
Leiksvið:
Hugmyndin er, að leikur þessi gerist í einu
af hólfum í drengshjarta. Tjöldin eiga að vera
rauð, leiksviðið er lýst með daufu rauðu ljósi.
Á gólfinu, aftariega á leiksviðinu liggur rautt
vitt rör þvert yfir. Við enda rörsins, við báða
veggi eru einskonar handdælur. Hvort við sína
dælu standa vöðvarnir og dæla hægt og ró-
lega. Við hvert átak heyrist hægur hjartsláttur
(t. d. má slá í trumbu). Augnabliki eftir að
leikurinn hefst, heyrist vekjaraklukka hringja.
Karlvödvinn
(teygir úr sér): Er klukkan orðin sjö? Ég sem
hélt, að hún væri ekki nema fimm. Góðan
daginn systir sæl. Hvernig liður þér eftir
kappleikinn í gær?
Kvenvöðvinn:
Æ! Ég er þreytt. En það er ekki við öðru
að búast, við erum alveg óæfð.
Karlvöðvinn:
Satt segir þú, við vorum illa unirbúin. (Það
er barið fljótlega að dyrum og inn kemur
sendill. sem hefir hraðan á).
Sendillinn:
Heyrðuð þið vekjarann hringja, vöðvar?
Hann vakti Hjálmar og nú fer hann að klæða
sig. Fótleggir og handleggir þurfa strax að fá
meira blóð.
/
Vöðvarnir:
Við skulum annast það. (sendillinn fer).
Vöðvarnir dæla hraðar og hjartslátturinn
heyrist örari.
Kvenvöðvinn:
Hjálmar fer snemma á fætur í dag. (Gestur-
inn Jaumast inn frá hægri án þess þau taki
eftir honum).
Karlvöðvinn:
Það er vegna þess, að hann .byrjar að vinna
í dag.
Kvenvöðvinn:
Því hafði ég gleymt. (Sér gestinn) Hvað á
þetta að þýða? Hver ert þú? (hálf hrædd)
Hingað má enginn koma inn. Óviðkomandi
er stranglega bannaður aðgangur.
Gesturinn:
Bannaður aðgangur! í þessa myrkraskonsu.
Hvaða kompa er þetta.
Karlvöðvinn:
Talaðu varlega maður minn, þú ert staddur
í einhverjum alvirðulegasta og þýðingar mesta
stað líkamans. — Myrkrakompa! Ekkinema það
þó!l
Gesfurinn:
Virðulegasti staður líkamans ! Hvaða staður
er það?
Kvenvöðvinn:
Það er dæluhúsið vitanlega.
Gesturinn:
Dæluhúsið, og ekki finnst mér það svo merki-
legt heiti.
Karlvöðvinn
(hálf önugur): Þú ert i hjartanu ef þér finnst
það hljóma betur. — En hjartað er ekkert
annað en dæla. Héðan er blóðinu dælt gegnum
allar slagæðar, háræðar og bláæðar, þannig
að hver einasta fruma likamans kemst í sam-
band við blóðið, hvar sem hún er og hver
sem hún er.
Gesturinn:
Og hver dælir?
Kvenvöðvinn:
Það gerum við, vöðvarnir. Hjartaveggurinn
er fullur af vöðvaþráðum, sem vinna í sam-
einingu að því að dæla blóðinu, annast blóð-
rásina. í hvert sinn, sem við þrýstum blóðinu
áfram geturðu heyrt hjartslátt. Hlustaðu (gest-
urinn hlustar).
Sendill
(ber að dyrum og kemur inn): Nú vantar
magann meira blóð, Hjálmar er að borða
hræringinn sinn og maginn verður að byrja
að melta strax, viljið þið annast um það?
Frh. bls 38.