Unga Ísland - 01.03.1935, Page 6
ÚNGA ÍSLAND
32
drengina, sem verða ríkir. En þegar
Skúli heyrði þetta, varð hann mjög kát-
ur. Hann hugsaði með sér: Nú er afi
minn orðinn gamall og ræður ekkert við
mig. Þar verður gaman að vera. Og svo
fór hann til afa. En afi gamli var ekki
orðinn eins ónýtur og strákur hafði
haldið. Hann var góður við hann, en
strangur, og svo fór á endanum, að
þeir úrðu bestu vinir. Gamli maðurinn
lét hann alltaf hafa nóg að vinna, lét
hann finna það, að hann gæti gert gagn
og að honum væri að fara fram. Þegar
Skúli Magnússon kom aftur heim til
pabba og mömmu, varð hann aftur ná-
kvæmlega eins óþekkur og hann var
áður. Þeim þótti þetta afar leiðinlegt,
eins og von var, og spurðu afa, hvern-
ig þau ættu að fara að því, að hafa
hann góðan. Gamli maðurinn sagði:
»Látið hann alltaf hafa nóg að starfa;
það er eina ráðið«. Þessu var hlýtt.
Skúli varð síðar einn duglegasti maður,
sem lifað hefir á íslandi.
Þennan dreng þótti landinu af ein-
hverjum dularfullum ástæðum ákaflega
vænt um.
Skúli litli átti að verða verslunarmað-
ur en kaupmaðurinn vildi að hann mældi
og vigtaði skakkt. Það vildi Skúli ekki.
Hann hætti þá við verslunarstörfin og
fór að læra. Hann lærði hjá presti þar í
sýslunni, og fór svo heim til Hóla þar
sem biskupinn bjó og skólinn var, til
þess að fá að taka stúdentspróf. En
biskupinn tók þessum pilti illa og neit-
aði honum um að taka prófið. Þegar
Skúli reið í burtu lá honum við að gráta,
en beit á jaxlinn ogsagði: Betur muntu
taka mér næst. Og svoleiðis svara þeir
drengir sem landinu þykir vænt um.
Skúli fór út í lönd, Iærði mikið og sá
margt og varð að Iokum fógeti yfir öllu
landinu. Þá var sultur og seyra í land-
inu eldgos, harðindi, óáran, og héldu
margir að nú væri guð alvarega reiður
við vesalings mennina. Skúli taldi, að
ekki yrði bætt úr þessu með því að
gefa út nýjar húslestrarbækur, heldur
með því að athuga landið. Hann sá að
það hafði verið farið afskaplega illa með
það. Honum fannst að söguöldin hefði
misnotað það, friðaröldin vanrækt það,
Sturlungaöldin selt það konginum og
konungurinn rúið það. Nú reið lífið á
að verða vinur landsins. Hann sá að
það var nóg af fiski í sjónum, en ekkert
nýtilegt skip og enginn sem kUnni að
veiða, hann sá að það mátti búa til
mjúka og góða dúka úr íslensku ull-
inni, en enginn kunni að vefa þá. Hann
sá að það mátti rækta jörðina og láta
hana gefa tífallt meira en hún gerði.
En það kunni það enginn. Fyrir öllu
þessu barðist Skúli: vakti og vann,
hugsaði og braut heilann, fékk góða
menn í félag með sér og kenndi þeim
að trúa á landið. Skúli átti sér trúar-
ájtningu í þremur greinum eins og aðrir
menn. Hún var svona. Það á að rækta
landið, það á að framleiða meira, til
lands og sjávar, og það á að gera það
sem við fáum í landinu að betri og dýr-
mætari vöru. Þennan mann þótti land-
inu vænt um.
Skúli er einn af bestu sonum íslands.
Hann dó árið 1794, og var jarðað-
ur í Viðey. Og þegar hann var
borinn til grafar vissi landið að nú mundi
íbúar þess aldrei geta orðið eins
blindir og áður, og að nú hafði ræst
ofurlítið af því sem það hafði verið að
þrá alla leið síðan það byggðist í 920
ár. Og nú voru líka ýmsir aðrír drengir,
sem landið var farið að gefa auga í
kyrþey.