Unga Ísland - 01.03.1935, Qupperneq 12

Unga Ísland - 01.03.1935, Qupperneq 12
38 UNGA ÍSLAND Frh. frá bls. 30. Karlvöðvinn: Já tafarlaust. Sendillinn: Það var nú bið á blóðinu í gær. Maginn fékk ekkert blóð aukreitis, til að melta mið- degismatinn svo Hjálmari varð bumbult og maganum var kennt um. Kvenvöðvinn: Við áttum enga sök á því. Hjálmar hvíldi sig ekki neitt eftir máltiðina. Hann hljóp strax af stað i knattspyrnu þegar hann var buinn að borða, svo við urðum að láta útlimina fá meira blóð og ekki geta allir hlutar likamans fengið aukablóð i einu, þessvegna gat maginn ekkert fengið eins og þú skilur. Karlvöðvinn: Hjálmar má ekki hamast svona rétt eftir mál- tið. Það er vitleysa sem honum verður oft á. Sendillinn: Eg skal skýra fyrir maganum af hverju töfin stafaði. (Fer). Gesturinn: Það væri synd að segja, að ykkur sé of þakkað erfiðið í þessari smásmuglegu myrkra- kompu. Kvenvöðvinn: Smásmuglegu myrkrakompu!! Hjartað í Hjálmari er eins stórt og kreptur hnefi hans, svo eg held að það sé svo sem nógu stórt. Karlvöðvinn: Þetta er bara hluti af öllu hjartanu. Hólfin eru fjögur. Hægra megin er bæði fram og aft- ur hólf, og er sama að segja um vinstra helm- ing þess. Gesturinn (svipast um): Og i hverju hólfinu erum við nú stödd ? Karlvöðvinn: Þetta er vinstra afturhólf. Vinstri heimingur hjartans er sterkari og hefir meira starf að inna af hendi. Kvenvöðvinn: Hægri helmingurinn sendir blóðið bara til lungnanna Það er ekki löng leið. í lungunum hreinsast blóðið og tekur í sig súrefni og þeg- ar það kemur hingað, er það hreint og súrefnis- rikt og svo dælum við, llérna vinstra megin, um allan likamann. Karlvöðvinn (bendir ofan i dæluna): Komdu og sjáðu hvað blóðið er rautt og hreint, sem kemur frá lung- unum. Kvenvöðvinn: Hjálmar hefir allt af opinn glugga á svefn- herberginu sínu, svo það er nóg af súrefni í loftinu, sem hann andar ofan i iungu sín. Gesturinn: Jú, það litur bara þokkalega út þetta blóð. Karlvöðvinn: Það er þrungið af súrefni. Hver smá fruma í likama Hjálmars þarfnast súrefnis og svo ýmislegs annars, sem blóðið flytur. Gesturinn: Hvað er það annað, sem blóðið flytur? Mér sýnist þetta bara vera rauðlitað vatn. Kvenvöðvinn: Níu tiundu partar af því er vatn, en i blóð- inu er líka sykur, bætiefni, fita og margt, margt fleira, t. d. töluvert af venjulegu matarsalti. — Frumurnar taka það, sem þær þurfa með. Og svo er úrgangurinn frá frumunum, blóðið flytur hann i burtu. Þú ættir bara að sjá hvað blóðið verður dökkt á leið sinni gegnum líkamann. Gesturinn: Þetta er allt saman harla merkilegt, sem þið hafið sagt mér, en feginn er eg að þurfa ekki að vinna hérna. Karlvöðvinn: Já, ekki er hægt að neita þvi,, að vinnu- tíminn er langur — 24 timar á sólarhring og allt af haldið áfram. Gesturinn: Hvílist þið aldrei? Kvenvöðvinn: Vitanlega ekki. Ekki má blóðrásin nema staðar. Ef hjartað hætti að dæla blóðinu myndi Hjálmar deyja. Karlvöðvinn: Á nóttunni vinnum við fjarska hægt. Þegar

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.