Unga Ísland - 01.03.1935, Side 14
40
UNGA ISLAND
að gert. En nú er hver einasti barnaveikissýk-
ill, sem komist hefir inn í likamann, í óða önn
að framleiða eitur. Eitur þetta kalla læknar
»Toxin«. Sýklarnir berjast með þessu eitri, tox-
ininu, og hermenn okkar neyðast til að láta
undan því, ráða illa vlð það.
Kvetivöðuinn:
Þetta er afar hættulegt. Mjög alvarlegt.
Fyrsti sendill
(kemur inn): Getið þið sent meira blóð upp
eftir? Hálsinn hrópar á hjálp. Likaminn er að
útbúa aukalið til baráttunnar, en sýklarnir eru
mjög margir og magnaðir.
Vöðvarnir:
Við skulum gera það, sem við getum. (Send-
illnn fer).
Kvenvöðvinn:
Ef satt er sagt, þá er ég bæði þreytt og illa
fyrirkölluð.
Karlvöðvinn:
Sama segi ég. — En við megum ekki hugsa
um það. Hversu þreytt, sem við erum, verðum
við að halda áfram starfi okkar.
Kvenvöðvinn:
Vitanlega. Ekki megum við bregðast Hjálm-
ari þegar mest á riður. (Annar sendill kemur
aftur).
Sendillinn:
Hvernig gengur það? Það er ekki alveg von-
laust ef þið getið haldið áfram Líkur til bata
eru ekki miklar, en þó svolitlar. j
Karlvöðvinn
(óviss): Við erum að vona að við getum unnið
svolitið lengur.
Sendillinn:
Læknirinn hefir dælt inn í likamann móteitri,
móteitri, sem ónýtír eitur barnaveikissýklanna.
Okkar eina von er að það nægi. (fer).
Kvenvöðvinn:
En hvað ég þrái hvild. Ég er svo máttlaus
og veik.
Karlvöðvinn:
Við verðum að halda áfram. Við megum
ekki bregðast.
Gesturinn:
Ykkur er óhætt að hætta. Svona hættið nú
(gripur i handlegg Kvennvöðvans. Hvildu þig
bara, það er úti um Hjálmar.
Kvenvöðvinn:
Láttu mig vera. Þú mátt ekki hindra mig í
vinnu minni. Farðu.
Karlvöðvinn
(æstur): Slepptu henni undireins! (Sleppir déel-
unni, grípur í gestinn og kastar honum í gólfið
út undir vegg, hleypur síðan til dælu sinnar
og dælir.
Annar sendill
(hann kemur inn hræddur og æstur): Hvað er
að? Hjartað sleppti úr slagi. Við urðum hrædd.
Kvenvöðvinn
(bendir aumingjalega á gestinn): Það var hann.
Sendillinn:
Hvaða náungi er þetta?
Gesturinn
(hefir risið á fætur og dustað sig): Gildir ekki
einu hver ég er Það er úti um ykkur. Sýklarnir
hafa sigrað ykkur. Þið eigið ekki eftir að lifa
nema fáar mínútur eða jafnvel sekúndur. Þið
skuluð ekki halda að ég óttist ykkur.
Fyrsti sendill
(kemur inn): Nú er alt að lagast. Móteitrið
vinnur á eitrinu. Móteitrið bindur og lamar
eitrið og hvítublóðkornin éta það svo á eftir.
Það er hraustlega af sér vikið (flýtir sér út).
Annar sendill:
Heyrirðu það? Þarna hljópstu á þig kunningi.
Þú sagðir að við ættum aðeins fáar minútur
eftir ólifaðar.
Gesturinn:
Ég ætla að fara. (Hann er ekki alveg eins
borginmannlegur og áður. Hann laumast burtu).
Verið þið sæl.
Fyrsti hermaður
(stendur i dyrunum): Hingað og ekki lengra.
Ætli þú sért ekki sá, sem verið var að leita
að. Hver ert þú?
Karlvöðvinn:
Svo móteitursmennirnir eru komnir hingað,
þá er okkur borgið. (Fieiri hermenn koma inn.
Þeir horfa hvast á gestinn).