Unga Ísland - 01.03.1935, Page 15

Unga Ísland - 01.03.1935, Page 15
UNGA 1-SLAND 41 Annar sendill: Hann reyndi að hindra vöðvana i starfi þeirra. Fyrsti hermaður: Ertu mállaus? Þvi svararðu ekki? Leitið á honum. (Hermennirnir svifta hjúpnum af gestin- um. Á peysu hans,. sem er svört, stendur með stóru hvitu letri „Toxin“. Öll: Toxin!! Fyrsti hermaður: Svo þú ert barnaveikiseitur og þér var ætlað að svifta ungan dreng lifinu. Bindið hann og farið með hann. (Gesturinn leiddur burtu) Þetta var viðsjáll náungi. Við höfum hann til kvöld verðar. Verki okkar er að mestu lokið Hjálm- ari er að batna (fer). Annar sendill: Heyrðuð þið það? Hjálmari er að batna og allt er það ykkur að þakka, sem alltaf hélduð áfram, létuð dæluna ganga á hverju, sem gekk og hversu þreytt, sem þið voruð (fer). Karluöðyinn (geispar): Mér leist aldrei á þennan gest, hann var svo svipljótur og lymskulegur. Kvenvöðvinn: Sama segi ég, En maður kanp þó kurteisi. Ég sá undireins að þetta var illmenni, þó ég léti ekki á því bera. (Þau dæla áfram, það smá dimmir tjaldið fellur. Svar við dæmi er birtist á bls. 25 (siðasta hefti.) Maðurinn var 78 ára árið 1933 og var þvi fæddur 1855. 16 karlmannanöfn. Svar við gátum i siðasta hefti (sjá bls. 25) 1. Klaufi — Skjöldur — Erlendur — Smári — Valur — Björn — Hrafn — Vigfús. 2. Karl — Eilífur — Oddur — Axel Grettir — Hringur — Smiður — Hreinn. Gjalddagi Unga íslands er 1. apríl. Kaupendur eru hér með minntir á að gjalddagi blaðsins er 1. apríl n.k. Bregð- ist nú fljótt og vel við og sendið andvirði blaðsins. Einstaklingum, sem fá blaðið sent beint frá afgreiðslunni, og skulda enn fyrir 29. árgang, verða send- ar póstkröfur í apríl eða maí n. k., fyrir 29. og 30. árgang. — Verði þær ekki leystar inn við fyrstu hentugleika, verður hætt að senda þeim blaðið. Hin síðari ár hefir þeirri reglu verið stranglega fylgt, að láta ekki aðra fá blaðið en þá, sem greiða það. Munið það, vinir og unnendur U. í., að blaðið getur ekki til lengdar haldið þeim séssi, að vera stærsta og um leið ódýrasta barna- og unglingablað lands- ins, nema andvirði hvers árgangs fáist með fullum skilum. Útsölumenn, látið kaupendur ykkar greiða ykkur við fyrstu hentugleika, og gerið skil við gjaldkera svo fljótt, sem auðið er. — Munið, því fyr, því betra. Virðingarfyllst. Gjaldkerinn. Skrítlur. Kennslukonan spurði Ásu: »Því hefir þú ekki lokið við það, sem þú áttir að teikna heima« »Afsakið« svaraði Ása »hann pabbi hafði svo naumann tíma«. Ása og Ari voru að leika sér, þegar á leik- inn leið urðu þau ósátt og fóru að stríðast. Segir þá Ása: »Hann pabbi þinn er skósmiður en samt gengur þú í rifnum skóm«. Ari var ekki lengi að svara: »Ég veit ekki betur en hann pabbi þinn sé tannlæknir en samt er ekki ein einasta tönn i munninum á honum litla bróður þinum«.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.