Unga Ísland - 01.03.1935, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.03.1935, Blaðsíða 16
42 UNGA ISLAND LESKAFLAR FYRIR LITLV RÖRNIN f ♦ Svarti bangsi. Niðurlag. Leikbræður. Blakkur hnipraði sig saman innst inni í tjaldinu. En allt í einu hrökk hann við og leit í kring um sig. Honum fannst eitthvað koma við sig. Hann sá þegar að þetta var lítill drengur, eirrauður á hörund. Bangsi sá að ekkert var að óttast, lagðist út og sofnaði. Drengurinn, sem hét Arnarvæng- ur, var svo lítill, að hann hafði ekki vit á að hræðast. Hann var himinlifandi glaður yfir þessum nýja leikbróður. Hann togaði í lubb- ann á bangsa, skreið upp á bakið á honum og brunaði sér niður, skellihlæjandi. En bangsi rumskaði varla. Hann var svo hræðilega syfjaður. Loks tók Arn- arvængur að þreytast. Hann lagð- ist fyrir í kverkinni á bangsa og sofnaði vært. Þannig sváfu þeir báðir, þegar pabbi og mamma drengsins komu heim. Móðirin rak upp angistaróp og þreif drenginn upp. Hann vakn- aði, teygði hendurnar til bangsa, orgaði og braust um á hæl og hnakka, svo að mamma hans missti hann úr örmum sér niður á haus- inn á Blakk. Bangsi vaknaði við allan þennan gauragang. Hann urr- aði ekki og sýndi engin reiðimerki, heldur leit hann rólega á foreldra Arnarvængs, og nuddaði hausnum vingjarnlega við öxlina á honum. Strákur hætti að orga og hljúfraði sig ánægjulega upp að bangsa. Pabbi Arnarvængs hló og sagði: »Það er best að lofa bangsa að vera hér og gera honum ekkert mein, þar sem hann og Arnarvæng- ur eru svona góðir vinir«. Mömmu Arnarvængs leist ekki á það í fyrstu. En hún varð brátt sannfærð um að bangsi væri alveg meinlaus. Hún sá hve hann var góður við Arnarvæng, og skildi vel, hvað drengnum þótti vænt um hann. Þessvegna fékk Blakkur að dvelja í Indíánatjaldinu um veturinn. Góð barnfóstra. »Nú líður mér vel«, sagði Blakk- ur við sjálfan sig. »Það er ég viss um, að enginn björn hefir áður dvalið heilan vetur í Indíánatjaldi. Ég þaif að segja gráa bangsa frá þessu í vor«. Það var notalega hlýtt í tjaldinu á nóttinni, þegar dyrunum var lok- að. Þá svaf bangsi vel. En hann vakti á daginn og var þá hinn fjör-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.